Ætla mér á Evrópumótaröðina á ný Stefán Árni Pálsson skrifar 8. júní 2013 07:00 Birgir Leifur spilaði stórkostlegt golf í Tékklandi í gær og er líklegur til afreka. fréttablaðið/ernir Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, lék í gær annan hringinn á mótinu Czech Challenge Open á 65 höggum, eða sjö höggum undir pari. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni í Evrópu. Birgir Leifur fór á kostum í Drítec í Tékklandi í gær, en hann náði í sjö fugla og tapaði engri holu á hringnum. Kylfingurinn er samtals á tíu höggum undir pari og ætlar sér stóra hluti á mótinu. „Ég er eins og staðan er núna í fjórða sæti mótsins,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það má eiginlega segja að ég hef gert allt vel á mótinu. Það er allt að ganga upp og ég er að setja niður þau færi sem mér gefast. Ég ákvað fyrir mótið að vera bara grimmur og taka töluverða áhættu í mínum leik.“Slæ án þess að hika „Þessa fyrstu tvo daga hef ég bara slegið beint á stöngina án þess að hika, maður verður stundum að spila ákveðið til að ná góðum árangri.“ Birgir Leifur leikur eins og áður kom fram á Áskorendamótaröðinni í Evrópu, en þar þurfa menn að hafa sig alla við til að komast inn á Evrópumótaröðina. „Þetta er einfaldlega þannig mótaröð að kylfingarnir verða að spila grimmt til að ná góðum úrslitum og rífa sig upp úr þessari deild. Þetta er í raun 2. deildin í Evrópu og ég ætla mér ekki að staldra lengi við þar. Þeir kylfingar sem taka þátt á þessari mótaröð eru margir hverjir virkilega góðir og maður þarf bara að láta vaða. Það er samt stutt á milli hláturs og gráts í þessu, stundum fer allt á annan endann hjá manni ef maður spilar á þennan hátt.“Birgir Leifur er stórhuga á þessu tímabili. „Ég ætla mér að vinna þetta mót og ætla bara að halda áfram að spila eins og ég gerði á fyrstu tveimur hringjunum. Ég þarf að vera inni á topp tuttugu á þessu tímabili til að komast á Evrópumótaröðina og það er klárlega markmiðið.“ Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, lék í gær annan hringinn á mótinu Czech Challenge Open á 65 höggum, eða sjö höggum undir pari. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni í Evrópu. Birgir Leifur fór á kostum í Drítec í Tékklandi í gær, en hann náði í sjö fugla og tapaði engri holu á hringnum. Kylfingurinn er samtals á tíu höggum undir pari og ætlar sér stóra hluti á mótinu. „Ég er eins og staðan er núna í fjórða sæti mótsins,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það má eiginlega segja að ég hef gert allt vel á mótinu. Það er allt að ganga upp og ég er að setja niður þau færi sem mér gefast. Ég ákvað fyrir mótið að vera bara grimmur og taka töluverða áhættu í mínum leik.“Slæ án þess að hika „Þessa fyrstu tvo daga hef ég bara slegið beint á stöngina án þess að hika, maður verður stundum að spila ákveðið til að ná góðum árangri.“ Birgir Leifur leikur eins og áður kom fram á Áskorendamótaröðinni í Evrópu, en þar þurfa menn að hafa sig alla við til að komast inn á Evrópumótaröðina. „Þetta er einfaldlega þannig mótaröð að kylfingarnir verða að spila grimmt til að ná góðum úrslitum og rífa sig upp úr þessari deild. Þetta er í raun 2. deildin í Evrópu og ég ætla mér ekki að staldra lengi við þar. Þeir kylfingar sem taka þátt á þessari mótaröð eru margir hverjir virkilega góðir og maður þarf bara að láta vaða. Það er samt stutt á milli hláturs og gráts í þessu, stundum fer allt á annan endann hjá manni ef maður spilar á þennan hátt.“Birgir Leifur er stórhuga á þessu tímabili. „Ég ætla mér að vinna þetta mót og ætla bara að halda áfram að spila eins og ég gerði á fyrstu tveimur hringjunum. Ég þarf að vera inni á topp tuttugu á þessu tímabili til að komast á Evrópumótaröðina og það er klárlega markmiðið.“
Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira