Lífið

Kosið um Christian Grey

Ian Somerhalder á að vera Christian Grey samkvæmt kosningu Lovehoney
Ian Somerhalder á að vera Christian Grey samkvæmt kosningu Lovehoney

Enn velta slúðurmiðlarnir sér upp úr því hver það verður sem hreppir hlutverk Christian Grey í kvikmynduðu útgáfu bókarinnar 50 Shades of Grey. Bókin hefur hlotið gríðarleg lof um heim allan og komst meðal annars á toppinn yfir söluhæstu bækurnar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Bókin segir frá sambandi viðskiptajöfursins Christian Grey við námsmanninn Anastasiu Steele, en sagan er vægast sagt erótísk.

Breska verslunin Lovehoney, sem sérhæfir sig í sölu á erótískum varningi, framkvæmdi á dögunum könnun um það hver þætti koma best til greina sem Christian Grey. Leikarinn myndarlegi Ian Somerhalder úr Vampire Diaries hreppti toppsætið en hinn nýi Superman, Henry Cavill, fylgdi fast á eftir. Það var svo Ryan Gosling sem lenti í þriðja sæti, en hann hefur margoft verið bendlaður við hlutverkið. Leikkonurnar Alexis Bledel og Anne Hathaway sigruðu í kosningunni um hver ætti að fara með hlutverk Anastasiu Steele.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.