Lífið

Fékk sýkingu í háls

Lana Del Rey varð að aflýsa tónleikum í Rússlandi.
Lana Del Rey varð að aflýsa tónleikum í Rússlandi.

Lana Del Rey þurfti að fresta tónleikum í Rússlandi á síðustu stundu á fimmtudagskvöld vegna sýkingar í hálsi. Söngkonan, sem sló í gegn með laginu Video Games, átti að stíga á svið í Sankti Pétursborg en læknar hennar ráðlögðu henni að taka tveggja daga hvíld til að jafna sig. Til stendur að halda tónleikana 19. júní í staðinn.

Lana Del Rey er á tónleikaferðalagi um Evrópu til að fylgja eftir plötunni Born to Die. Meðal annars spilar hún í Tyrklandi, Grikklandi og Líbanon. Söngkonan, sem heitir réttu nafni Elizabeth Woolridge Grant, mun halda upp á afmælið sitt á meðan á ferðalaginu stendur því hún verður 27 ára 21. júní næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.