Skítareddingar Orkuveitunnar Mikael Torfason skrifar 10. júní 2013 08:53 Vísindamenn Orkuveitu Reykjavíkur áætla að afköst Hellisheiðarvirkjunar muni minnka um 2,3 prósent á ári næstu árin. Það jafngildir sex megavöttum en á fullum afköstum framleiðir virkjunin rétt um 300 megavött. Þetta kemur fram í gögnum frá Orkuveitunni sem Fréttablaðið hefur undir höndum og birtir ýtarlega fréttaskýringu um í blaðinu í dag. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segir að virkjunin þurfi meiri gufu ef halda eigi fullum rekstri. Hans tillaga er að tengja Hellisheiðarvirkjun við háhitasvæðið í Hverahlíð með tilheyrandi kostnaði og umhverfisraski. „Ef ekkert verður að gert mun framleiðslan halda áfram að minnka, jafnvel nokkuð hratt,“ segir Bjarni. Þessi tíðindi öll eru sláandi og málið risavaxið. Síðasti áfangi Hellisheiðarvirkjunar, svokallaður fimmti áfangi, kostaði um tuttugu og fimm milljarða. Þeirri framkvæmd lauk 2011 og stórjók framleiðslugetu virkjunarinnar. Sjálf Hellisheiðarvirkjun hefur þegar kostað vel yfir hundrað milljarða og gufulögn frá Hverahlíð myndi kosta minnst þrjá milljarða. Svo ekki sé minnst á þá staðreynd að við höfum enga vinnslusögu í Hverahlíð, ekki frekar en við höfðum á Hellisheiði, og því vitum við í raun ekkert hverju við eigum von á. Að leggja lögn frá Hverahlíð hljómar eins og hver önnur skítaredding. Staðreyndin er sú að alltof hratt var farið í uppbyggingu Hellisheiðarvirkjunar. Forstjórinn er sammála því: „Það hefur alltaf verið mín skoðun, og það er ekkert nýtt, að það hefði átt að byggja Hellisheiðarvirkjun í áföngum. En í mínum huga skiptir það ekki máli í dag. Virkjunin er þarna og ég er að leita að lausnum. Það er mitt starf,“ segir hann í Fréttablaðinu í dag. Gott og vel. Bjarni kemur hreint fram og er heiðarlegur í leit sinni að lausnum. Við skulum samt ekki stökkva á neinar skyndilausnir. Vandamálið er stórt og það þarf að leysa. Við fórum alltof geyst og fyrsta skref ætti að vera að hætta því. Græðgin má ekki bera skynsemina ofurliði en það hendir okkur alltof oft hér á litla Íslandi. Fyrir skömmu fengum við fréttir af því að áhrif Kárahnjúkavirkjunar á lífríki og umhverfi Lagarfljóts séu mun meiri en öll reiknilíkön Landsvirkjunar gerðu ráð fyrir. Þar er ekki bara átt við lífríkið sem vá steðjar að heldur eru einnig bújarðir og minjar í hættu vegna þess að vatnsmagnið í Lagarfljóti er meira en reiknað var með. Við eigum að geta gert miklu betur og í þessum efnum er best að fara sér hægt. Bæði eru fyrir því sterk umhverfissjónarmið og efnahagsleg rök. Við fórum of hratt af stað í Hellisheiðarvirkjun og sjáum ekki fyrir endann á því hvað það kemur til með að kosta okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun
Vísindamenn Orkuveitu Reykjavíkur áætla að afköst Hellisheiðarvirkjunar muni minnka um 2,3 prósent á ári næstu árin. Það jafngildir sex megavöttum en á fullum afköstum framleiðir virkjunin rétt um 300 megavött. Þetta kemur fram í gögnum frá Orkuveitunni sem Fréttablaðið hefur undir höndum og birtir ýtarlega fréttaskýringu um í blaðinu í dag. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segir að virkjunin þurfi meiri gufu ef halda eigi fullum rekstri. Hans tillaga er að tengja Hellisheiðarvirkjun við háhitasvæðið í Hverahlíð með tilheyrandi kostnaði og umhverfisraski. „Ef ekkert verður að gert mun framleiðslan halda áfram að minnka, jafnvel nokkuð hratt,“ segir Bjarni. Þessi tíðindi öll eru sláandi og málið risavaxið. Síðasti áfangi Hellisheiðarvirkjunar, svokallaður fimmti áfangi, kostaði um tuttugu og fimm milljarða. Þeirri framkvæmd lauk 2011 og stórjók framleiðslugetu virkjunarinnar. Sjálf Hellisheiðarvirkjun hefur þegar kostað vel yfir hundrað milljarða og gufulögn frá Hverahlíð myndi kosta minnst þrjá milljarða. Svo ekki sé minnst á þá staðreynd að við höfum enga vinnslusögu í Hverahlíð, ekki frekar en við höfðum á Hellisheiði, og því vitum við í raun ekkert hverju við eigum von á. Að leggja lögn frá Hverahlíð hljómar eins og hver önnur skítaredding. Staðreyndin er sú að alltof hratt var farið í uppbyggingu Hellisheiðarvirkjunar. Forstjórinn er sammála því: „Það hefur alltaf verið mín skoðun, og það er ekkert nýtt, að það hefði átt að byggja Hellisheiðarvirkjun í áföngum. En í mínum huga skiptir það ekki máli í dag. Virkjunin er þarna og ég er að leita að lausnum. Það er mitt starf,“ segir hann í Fréttablaðinu í dag. Gott og vel. Bjarni kemur hreint fram og er heiðarlegur í leit sinni að lausnum. Við skulum samt ekki stökkva á neinar skyndilausnir. Vandamálið er stórt og það þarf að leysa. Við fórum alltof geyst og fyrsta skref ætti að vera að hætta því. Græðgin má ekki bera skynsemina ofurliði en það hendir okkur alltof oft hér á litla Íslandi. Fyrir skömmu fengum við fréttir af því að áhrif Kárahnjúkavirkjunar á lífríki og umhverfi Lagarfljóts séu mun meiri en öll reiknilíkön Landsvirkjunar gerðu ráð fyrir. Þar er ekki bara átt við lífríkið sem vá steðjar að heldur eru einnig bújarðir og minjar í hættu vegna þess að vatnsmagnið í Lagarfljóti er meira en reiknað var með. Við eigum að geta gert miklu betur og í þessum efnum er best að fara sér hægt. Bæði eru fyrir því sterk umhverfissjónarmið og efnahagsleg rök. Við fórum of hratt af stað í Hellisheiðarvirkjun og sjáum ekki fyrir endann á því hvað það kemur til með að kosta okkur.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun