Lífið

Skreppur til Íslands á 17. júní

Ólöf Skaftadóttir skrifar

Hljómsveitin Retro Stefson hefur verið að gera það gott undanfarna mánuði, en hún hefur verið á tónleikaferðalagi um Evrópu í um það bil tvo mánuði.

Sveitin hefur meðal annars haldið tónleika í Þýskalandi, Sviss, Hollandi, Bretlandi, Rúmeníu, Ungverjalandi, Tékklandi og Frakklandi við góðar undirtektir.

„Við höfum það bara gott. Þetta er búið að vera langt og strangt tónleikaferðalag, en við erum glöð með þetta og það gengur rosalega vel,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari hljómsveitarinnar.

„Núna erum við í Lanzarote [á Spáni] að spila á tónlistarhátíð og næst held ég til Barselóna þar sem ég er að spila á raftónlistarhátíðinni Sónar með hljómsveitunum Sísý Ey og Gluteus Maximus. Svo kem ég heim 17. júní, spila á tveimur tónleikum á Arnarhóli og Rútstúni í Kópavogi. Eftir það er ég bara rokinn út aftur til að spila á fleiri tónleikum með hljómsveitinni í Þýskalandi og Sviss svo eitthvað sé nefnt. En já, maður verður að koma heim og fagna þjóðhátíðardeginum,“ segir Unnsteinn, léttur í bragði. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.