Leggjum ekki árar í bát Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júní 2013 06:00 Ágúst Þór ræðir við leikmenn sína í fyrri leiknum gegn Tékkum í undankeppni HM. fréttablaðið/vilhelm Handbolti Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu missa af sínu fyrsta stórmóti í fjögur ár þegar HM fer fram í Serbíu í lok ársins. Stelpurnar höfðu komist inn á þrjú mót í röð en máttu sætta sig við stórt tap gegn Tékkum í undankeppni HM. Fyrir fram voru Tékkar taldir viðráðanlegur andstæðingur fyrir íslenska liðið og skásti kosturinn af þeim þjóðum sem voru í efri styrkleikaflokknum í undankeppninni. Ísland var í þeim neðri. En annað kom á daginn. Tékkar voru einfaldlega mun betri og gengu frá einvíginu í fyrri leiknum í Vodafone-höllinni þar sem liðið vann tólf marka sigur. „Það segir sig sjálft að þetta einvígi fór í þeim leik,“ sagði Ágúst í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýkominn aftur til landsins frá Tékklandi, þar sem síðari leikurinn fór fram um helgina. „Við áttum ekki von á svona stóru tapi á heimavelli. Við hefðum þurft sigur í þeim leik því það er í raun ekkert hræðilegt að tapa með fimm mörkum á útivelli eins og við gerðum um helgina,“ segir Ágúst sem segir leikmenn sína ávallt hafa haft trú á verkefninu, jafnvel eftir tólf marka tap á heimavelli. „Við ætluðum að koma þeim á óvart í byrjun og byggja á því. En það gekk ekki. Baráttan var í góðu lagi og allir voru að leggja sig fram. En eftir að við lentum undir var þetta orðið erfitt,“ segir Ágúst og bætir við: „Við töpuðum fyrir betra liði. Tékkar voru betri en við áttum von á. Ég hef trú á því að þeir eigi eftir að gera góða hluti í Serbíu.“Basl í sóknarleiknum Stelpurnar lentu í basli með sóknarleikinn í einvíginu, enda skoraði liðið aðeins 38 mörk samtals í leikjunum tveimur. „Það er alveg ljóst að það hefur verið á brattann að sækja í uppstilltum sóknum. En við gerðum okkur enn erfiðara fyrir með því að fá lítið úr hraðaupphlaupunum. Ég tek sem dæmi að við fengum ekkert mark úr hraðaupphlaupi í fyrri leiknum. Við erum samt með mjög góða hraðaupphlaupsmenn í liðinu,“ segir Ágúst. Það var einnig áberandi í úrslitakeppni N1-deildar kvenna hversu illa sóknarleikurinn virtist ganga. Varnarleikur og markvarsla var þar í aðalhlutverki. „Liðin sem náðu bestum árangri í deildinni spiluðu frábæra vörn. Stjarnan kom mjög á óvart og byggði sinn leik á mjög sterkri 6-0 vörn. Fram og Valur eru líka með mjög sterk varnarlið,“ segir Ágúst. „Þetta hefur líka verið okkar aðalsmerki í landsliðinu undanfarin ár. Við höfum sýnt miklar framfarir á skömmum tíma en nú kom skref til baka. En við leggjum þar með ekki árar í bát heldur höldum við ótrauð áfram. Við erum með góða leikmenn, þar af marga í atvinnumennsku. Auðvitað er ég hundfúll en ég tek það ekki af stelpunum að þær lögðu sig allar fram í verkefnið.“Jákvætt starf í gangi Ágúst kvíðir ekki framtíðinni en hann er strax byrjaður að hugsa um næstu leiki sem verða gegn Noregi síðar í mánuðinum. „Þar verður ekki aðalatriðið hvort við vinnum eða töpum – heldur að njóta þess að spila gegn besta landsliði heims. Við erum líka að vinna að verkefnum með U-25 ára liðið okkar og þá mun U-19 ára liðið einnig spila æfingaleiki gegn jafnöldrum sínum frá Noregi á næstunni. Það er margt gott í gangi og við höldum áfram að sinna því starfi, þó svo að okkur hafi mistekist nú,“ segir Ágúst. Íslenski handboltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Handbolti Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu missa af sínu fyrsta stórmóti í fjögur ár þegar HM fer fram í Serbíu í lok ársins. Stelpurnar höfðu komist inn á þrjú mót í röð en máttu sætta sig við stórt tap gegn Tékkum í undankeppni HM. Fyrir fram voru Tékkar taldir viðráðanlegur andstæðingur fyrir íslenska liðið og skásti kosturinn af þeim þjóðum sem voru í efri styrkleikaflokknum í undankeppninni. Ísland var í þeim neðri. En annað kom á daginn. Tékkar voru einfaldlega mun betri og gengu frá einvíginu í fyrri leiknum í Vodafone-höllinni þar sem liðið vann tólf marka sigur. „Það segir sig sjálft að þetta einvígi fór í þeim leik,“ sagði Ágúst í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýkominn aftur til landsins frá Tékklandi, þar sem síðari leikurinn fór fram um helgina. „Við áttum ekki von á svona stóru tapi á heimavelli. Við hefðum þurft sigur í þeim leik því það er í raun ekkert hræðilegt að tapa með fimm mörkum á útivelli eins og við gerðum um helgina,“ segir Ágúst sem segir leikmenn sína ávallt hafa haft trú á verkefninu, jafnvel eftir tólf marka tap á heimavelli. „Við ætluðum að koma þeim á óvart í byrjun og byggja á því. En það gekk ekki. Baráttan var í góðu lagi og allir voru að leggja sig fram. En eftir að við lentum undir var þetta orðið erfitt,“ segir Ágúst og bætir við: „Við töpuðum fyrir betra liði. Tékkar voru betri en við áttum von á. Ég hef trú á því að þeir eigi eftir að gera góða hluti í Serbíu.“Basl í sóknarleiknum Stelpurnar lentu í basli með sóknarleikinn í einvíginu, enda skoraði liðið aðeins 38 mörk samtals í leikjunum tveimur. „Það er alveg ljóst að það hefur verið á brattann að sækja í uppstilltum sóknum. En við gerðum okkur enn erfiðara fyrir með því að fá lítið úr hraðaupphlaupunum. Ég tek sem dæmi að við fengum ekkert mark úr hraðaupphlaupi í fyrri leiknum. Við erum samt með mjög góða hraðaupphlaupsmenn í liðinu,“ segir Ágúst. Það var einnig áberandi í úrslitakeppni N1-deildar kvenna hversu illa sóknarleikurinn virtist ganga. Varnarleikur og markvarsla var þar í aðalhlutverki. „Liðin sem náðu bestum árangri í deildinni spiluðu frábæra vörn. Stjarnan kom mjög á óvart og byggði sinn leik á mjög sterkri 6-0 vörn. Fram og Valur eru líka með mjög sterk varnarlið,“ segir Ágúst. „Þetta hefur líka verið okkar aðalsmerki í landsliðinu undanfarin ár. Við höfum sýnt miklar framfarir á skömmum tíma en nú kom skref til baka. En við leggjum þar með ekki árar í bát heldur höldum við ótrauð áfram. Við erum með góða leikmenn, þar af marga í atvinnumennsku. Auðvitað er ég hundfúll en ég tek það ekki af stelpunum að þær lögðu sig allar fram í verkefnið.“Jákvætt starf í gangi Ágúst kvíðir ekki framtíðinni en hann er strax byrjaður að hugsa um næstu leiki sem verða gegn Noregi síðar í mánuðinum. „Þar verður ekki aðalatriðið hvort við vinnum eða töpum – heldur að njóta þess að spila gegn besta landsliði heims. Við erum líka að vinna að verkefnum með U-25 ára liðið okkar og þá mun U-19 ára liðið einnig spila æfingaleiki gegn jafnöldrum sínum frá Noregi á næstunni. Það er margt gott í gangi og við höldum áfram að sinna því starfi, þó svo að okkur hafi mistekist nú,“ segir Ágúst.
Íslenski handboltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira