Lífið

Guðni safnar saman sögum í bók

Freyr Bjarnason skrifar
Guðni Ágústsson ætlar að deila hinum ýmsu sögum með þjóðinni í nýrri bók.
Guðni Ágústsson ætlar að deila hinum ýmsu sögum með þjóðinni í nýrri bók. fréttablaðið/valli

„Það eru ýmsir búnir að nefna þetta við mig í nokkur ár. Ég hef auðvitað verið sagnamaður á ýmsum skemmtunum og kann margar sögur um marga snjalla. Í þeim liggur bæði skemmtun og fróðleikur,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins.

 

Í haust er væntanleg á vegum Veraldar sagnabálkur þar sem Guðni segir sögur af sjálfum sér og öðrum, sögur af forvitnilegu fólki sem hann hefur mætt á lífsleiðinni, óþekktum bændum í Flóanum jafnt sem þjóðkunnum stjórnmálamönnum.

 

„Ég hef orðið við því að reyna að safna þessu saman og gefa út þessa vonandi skemmtilegu bók. Það er mikilvægt fyrir þessa þjóð að fara að hlæja og vera glöð. Vonandi leggur maður sitt lóð á þær vogarskálar. En það er eitt að segja sögur og annað að skrifa þær niður, þannig að þetta er vandaverk.“

 

Veröld ætlar einnig að safna saman skemmtilegum sögum um Guðna á meðal almennings til að nota í bókinni og hvetur fólk til að senda sér sögur á netfangið Gudnasogur@verold.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.