Lífið

Búa til netþætti um jaðaríþróttir

Freyr Bjarnason skrifar
Emmsjé Gauti og Davíð Oddgeirsson búa til netþætti um jaðaríþróttir.
Emmsjé Gauti og Davíð Oddgeirsson búa til netþætti um jaðaríþróttir. Fréttablaðið/stefán

Nýir netsjónvarpsþættir um jaðaríþróttir í umsjón rapparans Emmsjé Gauta og Davíðs Oddgeirssonar, Og hvað?, hefja göngu sína á fimmtudaginn.

„Þetta er hugmynd sem við vorum með í kollinum, ég og Davíð,“ segir Gauti en þeir félagar eru miklir brettastrákar. Þeir skrifuðu handrit að tólf þáttum og reyndu að koma þeim að í sjónvarpi.

Þegar það gekk eitthvað hægt fyrir sig ákváðu þeir að leita annarra leiða. „Við vildum ekki missa af sumrinu og fórum í Vífilfell og spurðum hvort þeir vildu ekki hjálpa okkur að gera netþætti. Þeir voru ekki lengi að segja já,“ bætir Gauti við.

Í fyrsta þættinum, sem verður sýndur á vefsíðu Monitors, heimsóttu þeir snjóbrettamót á Akureyri og Keflavík Music Festival.

„Hugmyndin er að gera „feelgood“ jaðarsport-tengd myndbönd sem koma á netið vikulega,“ segir Gauti og lofar skemmtilegum þáttum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.