Lífið

Íslandsmeistari í útilegustemmara spilar

Kristjana Arnarsdóttir skrifar

„Það verður skyldumæting fyrir alla háskólanema, núverandi og verðandi,“ segir Jóhann Einarsson, verkfræðinemi við Háskóla Íslands og einn af skipuleggjendum útihátíðar háskólanema í Hallgeirsey sem fram fer helgina 5.-7. júlí.

Útihátíðin er ætluð öllum háskólanemum landsins en það er Tuborg sem styrkir hátíðina. „Hátíðin á sér langa sögu en það hefur því miður verið haldið frekar illa utan um hana í gegnum tíðina. Upphaflega fór hún fram inni í Þórsmörk en færðist svo að Skógum, þar til Hallgeirsey varð endanlega fyrir valinu. Þar hefur hátíðin farið fram undanfarin ár,“ segir Jóhann.

Jóhann segir dagskrána vera í undirbúningi en að búið sé þó að ganga frá stóru nöfnunum. „Ingó veðurguð, öðru nafni Íslandsmeistari í útilegustemmara, verður í dúndurgír á föstudagskvöld. Á laugardeginum fara fram Hallgeirseyjarleikarnir, en þar verður keppt í hinum ýmsu íþróttum og sigurliðið verður leyst út með glæsilegum vinningum. Á laugardagskvöld fer svo fram trúbadorakeppni. Við fáum góða hljómsveit á svið og DJ Zeitgeist spilar svo inn í nóttina,“ segir Jóhann.

Miðasala á hátíðina í Hallgeirsey hefst í hádeginu á morgun og fer fram á fv.hi.is/hallgeirsey. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu hátíðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.