Lífið

Páll Óskar blæs til baráttutónleika: „Hjálpaðu okkur“

Marín Manda Magnúsdóttir skrifar
Páll Óskar er meðal þeirra sem kemur fram á baráttutónleikum fyrir Nasa á laugardaginn.
Páll Óskar er meðal þeirra sem kemur fram á baráttutónleikum fyrir Nasa á laugardaginn.

„Hjálpaðu okkur að bjarga Nasa og dreifum þessum skilaboðum áfram,“ skrifar Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari á Facebook-síðu sinni í vikunni og hvetur fólk til þess að mæta á baráttutónleika sem haldnir verða á Austurvelli næstkomandi laugardag kl. 14.

Fram kemur á samskiptasíðu söngvarans að tónleikarnir séu haldnir til að mótmæla fyrirhuguðu niðurrifi skemmtistaðarins Nasa en deiliskipulag liggur fyrir sem leyfir byggingu risahótels á Landsímareitnum.

Nasa-salurinn hefur mikla sögu að geyma en staðurinn hefur verið vinsæll tónleika- og skemmtistaður í gegnum árin.

Nú hafa meira en sautján þúsund manns skrifað undir plagg í mótmælaskyni á heimasíðunni Ekkihotel.is. Þar eru borgaryfirvöld, Alþingi og húsafriðunarnefnd hvött til þess að huga að hagsmunum Reykvíkinga og koma í veg fyrir að timburhúsunum við Ingólfstorg verði ógnað með nýbyggingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.