Lífið

Brúðkaupinu frestað

Þeim Justin Theroux og Jennifer Aniston gefst ekki tími til að gifta sig í sumar eins og til stóð.
Þeim Justin Theroux og Jennifer Aniston gefst ekki tími til að gifta sig í sumar eins og til stóð. Nordicphtos/getty

Jennifer Aniston hefur frestað brúðkaupi sínu og Justin Theroux.

Samkvæmt erlendum slúðurmiðlum ætlaði parið að gifta sig í sumar en hefur nú frestað brúðkaupinu sökum vinnu og tímaleysis.

„Það var búið að bóka hljómsveitirnar og Jen var að velja sér kjól,“ sagði heimildarmaður við tímaritið People. Nú er hins vegar búið að setja allt á bið.

Parið er um þessar mundir á fullu við að gera upp heimili sitt en það eyðir um sex milljónum dala í verkefnið.

Þrátt fyrir að ekkert verði af brúðkaupinu í bráð segja heimildarmenn að Justin og Jennifer séu enn gríðarlega hamingjusöm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.