Lífið

Magabolir aftur í tísku

Marín Manda skrifar
Svartklædd Kylie Jenner í magabol á rauða dreglinum.
Svartklædd Kylie Jenner í magabol á rauða dreglinum. Nordicphotos/getty

Tískan kemur í bylgjum og hver man ekki eftir að hafa hlegið að ákveðinni tískubólu og trúað því að þessi flík væri að baki og yrði ekki vinsæl á nýjan leik.

Tískustraumarnir koma hins vegar oft á óvart og nú eru magabolirnir komnir aftur upp á yfirborðið.

Madonna gerði garðinn frægan í kringum 1980 þegar hún birtist í „crop top“ eða magabol í myndbandinu við lagið Lucky Star og var hún því brautryðjandi þessarar tískubólu sem fleiri stjörnur, til dæmis Shania Twain, Britney Spears og Christina Aquilera, féllu fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.