Lífið

Dóttir Tom Cruise ferðast ódýrt

Marín Manda Magnúsdóttir skrifar
Isabella er í Vísindakirkjunni eins og pabbi hennar.
Isabella er í Vísindakirkjunni eins og pabbi hennar.

Tom Cruise er metinn á 275 milljónir dollara en það virðist ekki hafa mikil áhrif á ferðamáta eldri dóttur hans, Isabellu.

Hin tvítuga, Isabella Jane Kidman Cruise birti Instagram-myndir af sér og vinum sínum á ferðalagi á dögunum, en þar ferðaðist hún til Ítalíu með lággjaldaflugfélaginu Ryanair.

Isabella virtist þó njóta lífsins í sólinni í fallegu borginni Flórens. Litla systirin, Suri, ferðast hins vegar um heiminn í fylgd foreldra sinna, annaðhvort með einkaflugvél eða á fyrsta farrými.

Isabella hefur áður unnið sem lærlingur í fatahönnunarfyrirtæki fyrrverandi stjúpmóður sinnar, Katie Holmes, en í fyrra sagðist hún hafa verið rekin. Einnig hefur hún fetað í fótspor föður síns og er meðlimur í Vísindakirkjunni. Isabella er dóttir Cruise og fyrrverandi eiginkonu hans Nicole Kidman en Isabella og Connor, bróðir hennar, voru bæði ættleidd. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.