Lífið

Í herferð gegn heimsku

Rapparinn Kanye West er í herferð gegn sífellt heimskulegri menningu.
Rapparinn Kanye West er í herferð gegn sífellt heimskulegri menningu. Nordicphotos/getty
Rapparinn Kanye West segist vera í herferð gegn menningu sem verður sífellt heimskulegri.

Þetta sagði hann í hlustunarpartíi í Sviss sem hann hélt vegna nýjustu plötu sinnar, Yeezus, sem kemur út eftir helgi.



„Þetta er barátta gegn aðskilnaði og sífellt heimskulegri menningu. Ég stend þar í hringiðunni,“ sagði rapparinn.

Hann bætti því við að áður hefði hann ekki fengið aðgang að tískusýningum.

„Þau höfðu ekki hugmynd um hversu mikla þýðingu rapptónlist hefur fyrir heiminn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.