Lífið

Mættur aftur eftir meðferð

Philip Seymour Hoffman fór í tíu daga meðferð vegna eiturlyfjafíknar.
Philip Seymour Hoffman fór í tíu daga meðferð vegna eiturlyfjafíknar.
Leikarinn Philip Seymour Hoffman kom í fyrsta sinn fram opinberlega á miðvikudag eftir að hafa farið í meðferð vegna eiturlyfjafíknar.

Samkvæmt slúðursíðunni Tmz.com var Hoffman staddur á hátíðinni Envision Awards í New York með sódavatnsflösku í hendi.

Hann fór í tíu daga meðferð fyrir þremur vikum eftir að hafa misst stjórn á neyslu sinni.

Hinn 45 ára Óskarsverðlaunahafi átti í vandræðum með eiturlyfjafíkn upp úr tvítugu en hætti allri neyslu í 23 ár, eða þangað til að hann féll fyrir rúmu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.