Þjálfar þátttakendur í Next Top Model Marín Manda skrifar 14. júní 2013 09:00 Aníta Dögg Watkins er mjög ánægð yfir að hafa fengið þetta tækifæri í hollenska sjónvarpinu. „Ég á að þjálfa stelpurnar hérna í miðborg Kaupmannahafnar en planið er að hafa heraga og kenna þeim að hugsa betur um líkama sína en svefn, mataræði og æfingar eru stór partur af því. Ég vil ýta þeim langt út fyrir þægindahringinn,“ segir þjálfarinn Aníta Dögg Watkins. Aníta Dögg hefur samþykkt að þjálfa þátttakendur í hollenska raunveruleikaþættinum Next Top Model en tökur fara fram í Kaupmannahöfn á morgun. Aníta Dögg og eiginmaður hennar, Nick Watkins, opnuðu Budz Boot Camp í Kaupmannahöfn árið 2011 í samvinnu við Boot Camp á Íslandi. Hún er mjög stolt yfir að hafa verið beðin um að taka þátt í þessu verkefni fram yfir aðra þjálfara í Kaupmannahöfn sem vanir eru að þjálfa fyrir sjónvarp, fræga fólkið og jafnvel konungsfjölskylduna. Spurð hvernig þetta tækifæri kom til segir Aníta að framleiðandi hollensku keppninnar, Monique Kuperus, hafi verið að leita að kvenkyns Boot Camp-þjálfara í góðu formi til að tuska stelpurnar örlítið til. Hún segir jafnframt að þjálfunaraðferðir þeirra hjóna séu öðruvísi en gengur og gerist innan fagsins þar sem þau séu mjög meðvituð um bæði líkamlega og andlega líðan viðskiptavina sinna. „Það er mikil hætta á anorexíu í fyrirsætuiðnaðinum og að svelta sig tilheyrir ekki hollum lífsstíl,“ segir Aníta en bætir við að flestar æfingarnar sem hún ætli að kenna stelpunum sé hægt að gera heima hjá sér eða uppi á hótelherbergi.“Aníta Dögg hefur verið búsett í Kaupmannhöfn í þrettán ár en hún vinnur sem hárgreiðslukona tvisvar í viku ásamt því að þjálfa í Budz Boot Camp. „Ég fæ aldrei nóg af hreyfingunni og þarf endalaust að ýta mér lengra og lengra.“ Þetta er sjöunda þáttarröð hollenska raunveruleikaþáttarins. Kynnir þáttanna er Daphne Muriël Deckers, rithöfundur og fyrrverandi fyrirsæta. Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég á að þjálfa stelpurnar hérna í miðborg Kaupmannahafnar en planið er að hafa heraga og kenna þeim að hugsa betur um líkama sína en svefn, mataræði og æfingar eru stór partur af því. Ég vil ýta þeim langt út fyrir þægindahringinn,“ segir þjálfarinn Aníta Dögg Watkins. Aníta Dögg hefur samþykkt að þjálfa þátttakendur í hollenska raunveruleikaþættinum Next Top Model en tökur fara fram í Kaupmannahöfn á morgun. Aníta Dögg og eiginmaður hennar, Nick Watkins, opnuðu Budz Boot Camp í Kaupmannahöfn árið 2011 í samvinnu við Boot Camp á Íslandi. Hún er mjög stolt yfir að hafa verið beðin um að taka þátt í þessu verkefni fram yfir aðra þjálfara í Kaupmannahöfn sem vanir eru að þjálfa fyrir sjónvarp, fræga fólkið og jafnvel konungsfjölskylduna. Spurð hvernig þetta tækifæri kom til segir Aníta að framleiðandi hollensku keppninnar, Monique Kuperus, hafi verið að leita að kvenkyns Boot Camp-þjálfara í góðu formi til að tuska stelpurnar örlítið til. Hún segir jafnframt að þjálfunaraðferðir þeirra hjóna séu öðruvísi en gengur og gerist innan fagsins þar sem þau séu mjög meðvituð um bæði líkamlega og andlega líðan viðskiptavina sinna. „Það er mikil hætta á anorexíu í fyrirsætuiðnaðinum og að svelta sig tilheyrir ekki hollum lífsstíl,“ segir Aníta en bætir við að flestar æfingarnar sem hún ætli að kenna stelpunum sé hægt að gera heima hjá sér eða uppi á hótelherbergi.“Aníta Dögg hefur verið búsett í Kaupmannhöfn í þrettán ár en hún vinnur sem hárgreiðslukona tvisvar í viku ásamt því að þjálfa í Budz Boot Camp. „Ég fæ aldrei nóg af hreyfingunni og þarf endalaust að ýta mér lengra og lengra.“ Þetta er sjöunda þáttarröð hollenska raunveruleikaþáttarins. Kynnir þáttanna er Daphne Muriël Deckers, rithöfundur og fyrrverandi fyrirsæta.
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“