Lífið

Jennie Garth loksins skilin

Leikkonan Jennie Garth ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, Peter Facinelli, á meðan allt lék í lyndi.
Leikkonan Jennie Garth ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, Peter Facinelli, á meðan allt lék í lyndi. Nordicphotos/Getty
Leikkonan góðkunna Jennie Garth, sem er frægust fyrir að hafa leikið Kelly Taylor í þáttunum Beverly Hills 90210, skildi á síðasta ári við eiginmann sinn til ellefu ára, Peter Facinelli.

Það var þó ekki fyrr en síðastliðinn þriðjudag sem Jennie varð opinberlega einhleyp kona þegar endanlega var gengið frá skilnaðnum.



Jennie og Peter, sem lék í myndinni the Twilight Saga: Breaking Dawn, eiga saman þrjár dætur og að sögn Huffington Post var skilnaðurinn með eindæmum friðsamlegur, en þau munu deila forræðinu og leggja sameiginlega inn á styrktarsjóð barna sinna.

„Það mikilvægasta fyrir okkur er að vera til staðar fyrir dætur okkar,“ sagði Jennie um skilnaðinn í nýlegu í viðtali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.