Lífið

Tyler og Perry í Frægðarhöll

Steven Tyler og Joe Perry voru vígðir inn í Frægðarhöll lagahöfunda.
Steven Tyler og Joe Perry voru vígðir inn í Frægðarhöll lagahöfunda. nordicphotos/getty
Steven Tyler og Joe Perry úr rokksveitinni Aerosmith voru vígðir inn í Frægðarhöll lagahöfunda við hátíðlega athöfn í New York.

Mick Jones og Lou Gramm úr hljómsveitinni Foreigner voru einnig á meðal þeirra sem voru vígðir inn.

„Mér finnst frábært að við Joe séum vígðir inn því við leggjum okkur alltaf mikið fram,“ sagði Tyler. Perry bætti við:

„Þetta þýðir að fólk er að hlusta á það sem við erum að gera.“

Sir Elton John og Bernie Taupin hlutu við sömu athöfn Johnny Mercer-verðlaunin fyrir sitt framlag til tónlistarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.