Lífið

Endurkoma Love Gúrú á tíu ára afmælinu

Marín Manda skrifar
„Mig langaði að vera með eins konar endurkomu á tíu ára afmælinu,“ segir útvarpsmaðurinn Þórður Helgi Þórðarson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Love Gúrú Iceland.

Hann sneri aftur eftir margra ára fjarveru á sviðinu fyrr á árinu.

Þórður hefur verið að spila á ýmsum uppákomum og böllum um landið upp á síðkastið, nú síðast helgina 7.-9. júní er hann kom fram á Kótelettunni á Selfossi við gríðarleg fagnaðarlæti að eigin sögn.

„Ég kom fram á eftir Páli Óskari og var svona smávegis búinn að kvíða því en fólkið var alveg tryllt af gleði, það er nú ekki hver sem er sem fer í nærbuxurnar hans.“



Þórður gaf út lagið Phatbull og nýtt myndband þar sem sextugur faðir hans var í aðalhlutverki. Lagið komst hins vegar ekki inn á vinsældalista Rásar 2 og fékk litla sem enga spilun hjá FM957.

Tónlistarmaðurinn segir reyndar að FM957 hafi neitað að spila lagið hans en Heiðar Austmann, dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar, segir að lagið hafi einfaldlega gleymst innan um alla lagaflóruna þar sem Love Gúrú hafi ekki verið duglegur á minna á sig.



„Við reynum að þjónusta íslenska tónlistarmenn eftir bestu getu og við biðjum Love Gúrú afsökunar á því ef honum finnst hafa verið vegið að sér og við erum alveg til í að endurskoða það að spila lagið hans,“ segir Heiðar Austmann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.