Pína og peningar Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. júní 2013 11:00 Leikararnir Wahlberg, Johnson og Mackie bera myndina Pain & Gain uppi að sögn gagnrýnanda. Pain & Gain Leikstjórn: Michael Bay Leikarar: Mark Wahlberg, Dwayne Johnson, Anthony Mackie, Tony Shalhoub. Transformers-kempan Michael Bay fer hér tímabundið úr vélmennum í vöðvatröll, og segir okkur söguna af því þegar hópur vaxtarræktarmanna í Miami píndi aleiguna af auðmanni einum á tíunda áratugnum. Sagan er sem sé sönn, eða í það minnsta byggð á sönnum atburðum. Þetta sorglega sakamál er framreitt á kolsvartan máta og það gerir Bay ágætlega. Í upphafi virðast tröllin vinaleg en frekar vitlaus. Gamanið kárnar þó þegar á líður og reynast mennirnir vera hin mestu dusilmenni. Ofbeldið er yfirgengilegt og smám saman fer áhorfandinn að óska þess að hetjunum verði stungið í grjótið sem fyrst og sem lengst. Helsti styrkur myndarinnar er leikhópurinn, en þremenningarnir Wahlberg, Johnson og Mackie eru allir frábærir í sínum hlutverkum. Veikleiki hennar er lengdin, en sagan er ekki það bitastæð að hún þurfi meira en tvær klukkustundir til að vera sögð. Þá er húmorinn stundum á kostnað minnihlutahópa og konurnar eru hafðar aðeins til skrauts. Það er eflaust hluti af kúltúr durtanna sem myndin fjallar um en öfgamaðurinn Bay hefur ekki snefil af þeirri sjálfsstjórn sem þarf til að þannig grín verði ekki barnalegt og lummó. Pain & Gain er engu að síður kraftmikil og nokkuð skemmtileg að stærstum hluta.Niðurstaða: Kærkomin hvíld frá vélmennunum, en mætti vera styttri og þéttari. Gagnrýni Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Pain & Gain Leikstjórn: Michael Bay Leikarar: Mark Wahlberg, Dwayne Johnson, Anthony Mackie, Tony Shalhoub. Transformers-kempan Michael Bay fer hér tímabundið úr vélmennum í vöðvatröll, og segir okkur söguna af því þegar hópur vaxtarræktarmanna í Miami píndi aleiguna af auðmanni einum á tíunda áratugnum. Sagan er sem sé sönn, eða í það minnsta byggð á sönnum atburðum. Þetta sorglega sakamál er framreitt á kolsvartan máta og það gerir Bay ágætlega. Í upphafi virðast tröllin vinaleg en frekar vitlaus. Gamanið kárnar þó þegar á líður og reynast mennirnir vera hin mestu dusilmenni. Ofbeldið er yfirgengilegt og smám saman fer áhorfandinn að óska þess að hetjunum verði stungið í grjótið sem fyrst og sem lengst. Helsti styrkur myndarinnar er leikhópurinn, en þremenningarnir Wahlberg, Johnson og Mackie eru allir frábærir í sínum hlutverkum. Veikleiki hennar er lengdin, en sagan er ekki það bitastæð að hún þurfi meira en tvær klukkustundir til að vera sögð. Þá er húmorinn stundum á kostnað minnihlutahópa og konurnar eru hafðar aðeins til skrauts. Það er eflaust hluti af kúltúr durtanna sem myndin fjallar um en öfgamaðurinn Bay hefur ekki snefil af þeirri sjálfsstjórn sem þarf til að þannig grín verði ekki barnalegt og lummó. Pain & Gain er engu að síður kraftmikil og nokkuð skemmtileg að stærstum hluta.Niðurstaða: Kærkomin hvíld frá vélmennunum, en mætti vera styttri og þéttari.
Gagnrýni Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira