Mætti samviskusamlega upp á geðdeild Kolbrún Pálína Helgadóttir skrifar 18. júní 2013 17:00 Bryndís ásamt syni þeirra Fjölnis. fréttablaðið/stefán Hin brosmilda og hláturmilda Bryndís Ásmundsdóttir hefur svo sannarlega slegið í gegn bæði með söng sínum og leik hér á landi enda óhætt að segja að hún búi yfir vandfundnum krafti og ótrúlegri útgeislun. Bak við gleðina reynast þó þungar þrautir sem Bryndís hefur þurft að takast á við. "Ég er bara svo heppin að eiga góða að sem börðust fyrir mig og hugsuðu um mig. Fjölnir hefur verið kletturinn í mínu lífi, hann grípur mig þegar ég dett og hefur vit fyrir mér þegar ég æði fram úr mér eins og ég á til. Hann færði fjöll fyrir mig á þessum tíma." Bryndís er leikkona að mennt og hefur lengi verið áberandi í samfélaginu enda tekið þátt í mörgum og miklum sýningum, svo ekki sé talað um sönginn en hún hélt heiðri Janis Joplin lengi á lofti með glæsilegri sýningu með lögum söngkonunnar heitinnar. Líf Bryndísar komst þó í fjölmiðla fyrir aðrar sakir en vinnu fyrir tveimur árum þegar hún og Fjölnir Þorgeirsson rugluðu saman reytum enda vakti þetta skemmtilega par athygli hvar sem það kom.Hvar kynntust þið? „Við Fjölnir höfðum verið kunnug í mörg ár og ég hafði verið pínu laumuskotin í honum í um 17 ár. En hjörtu okkar mættust fyrst í heita pottinum í Laugardalslauginni. Ég hafði verið að æfa í World Class, en aldrei niðri í Laugum. Þennan dag keyrði ég hins vegar án þess að hugsa niður í Laugar og endaði í pottinum með Fjölni og pabba hans. Hló þar mikið og skemmti mér vel enda varla hægt að spjalla við meiri gleðigjafa en Fjölni. Þarna gerði ég mér virkilega grein fyrir því hvað hann var góður og spennandi maður.“Bryndís og fjölskyldan.Mynd/ÁsbergFóru strax til ráðgjafa Nú tveimur árum síðar hefur ást ykkar borið ávöxt og þið eignast fallegan son og búið saman í Hveragerði. Smá u-beygja í lífinu ekki satt? „Jú svo sannarlega en við erum skynsamt og duglegt fólk þrátt fyrir að vera svolítið hvatvís bæði tvö. Við eigum auðvitað tvö börn hvort úr fyrri samböndum og því mikilvægt að vanda sig við að setja saman fjölskyldurnar. Við vissum bara strax að við vildum vera saman svo að við fórum til ráðgjafa og fengum einfaldlega leiðbeiningar um hvernig væri best að fara að. Ég setti svolítið miklar kröfur á sjálfa mig í byrjun en góðir hlutir gerast hægt. Það veit ég í dag. Við erum svakalega heppin með börnin okkar og þeim kemur vel saman og vanda sig öll eins og þau geta.“Þið eruð búsett í Hveragerði, hvernig kom það til? „Fjölnir var búinn að skjóta þar rótum og stundar þar sína vinnu og sinnir hrossunum sínum og þar sem fjarbúð var ekki til umræðu þá ákvað ég að flytja í sveitina.“Bryndís og Fjölnir búa saman í Hveragerði.Hefði komið heim í líkkistu Bryndís varð fljótt ólétt og ekki reyndist sú meðganga, sem var hennar þriðja, nein draumameðganga. Viltu segja okkur nánar frá raunum þínum? „Ég var í frábæru formi þegar ég varð ólétt og átti því von á að þetta yrði auðvelt fyrir mig. Á þriðja mánuði byrja ég hins vegar að verða andstutt. Við fórum strax að gera smá grín að ástandinu, aldrinum og svo fór ég auðvitað að efast um góða formið. Ég fór reglulega í mínar skoðanir þangað til að ég var nánast hætt að ná andanum, þá fór ég í frekari rannsóknir. Fyrsta skrefið var að athuga skjaldkirtilinn sem á það til að stríða konum í kringum meðgöngur.“ Ekkert var að skjaldkirtli Bryndísar og var hún því send í frekari rannsóknir niður á hjartagátt. „Þar var ég greind með lungnabólgu og fékk skrifað upp á sýklalyf. Ég var svo heppin að hitta góða vinkonu mína sem starfaði þarna sem hjúkrunarkona. Henni leist svo illa á ástandið á mér að hún lét í sér heyra. Eftir nánari skoðun á myndum og frekari rannsóknir kom í ljós að ég var með blóðtappa.“ Fjölnir og Bryndís höfðu verið að leggja á ráðin um Spánarferð með öll börnin á þessum tíma en Bryndís segir einhverja skynsemi hafa komið yfir þau bæði og þau hætt við ferðina. „Ég hefði komið heim úr þeirri ferð í líkkistu.“ Við tók spítalalega, blóðþynnandi lyf og erfiður tími fyrir Bryndísi sem óttaðist eðlilega um heilsu barnsins sem hún gekk með. Í kjölfarið fékk hún alvarlegt kvíðakast.Bryndís og Fjölnir höfðu verið kunnug í mörg ár en hún hafði verið laumuskotin í honum í um 17 ár.Sálin jafn mikilvæg og líkaminn „Ég var látin taka þetta klassíska þunglyndispróf sem var ekkert sérstaklega mér í hag og fékk því lyf í kjölfarið sem tekur líkamann og hugann nokkra daga að aðlagast. Á þessum aðlögunartíma fékk ég viðtal við geðlækni sem ákvað eftir örstutt spjall að senda mig inn á geðdeild undir lok meðgöngunnar. Ég taldi mig að sjálfsögðu vera að tala við öruggan og traustan fagaðila og ákvað því að hlýða en ég hef aldrei séð manninn minn jafn reiðan yfir lélegri þjónustu. Ég vildi fylgja kerfinu og mætti því samviskusamlega upp á geðdeild.“ Bryndís segist hafa upplifað geðdeildina eins og að hafa verið send til Sarajevo. „Ég fékk taugaáfall við að sjá aðstæður á þessum stað sem á að hjálpa fólki að ná geðheilsu. Sálin er jafn mikilvæg og líkaminn og þarna getur bara ekki nokkur maður náð bata. Það er einfaldlega ekkert sem gleður skynfærin á þessari geðdeild. Það skal enginn segja mér að það sé ekki hægt að gera geðdeild fallega. Ég gat ekki hugsað mér að staldra þarna við og var útskrifuð sama dag, mér og minni fjölskyldu til mikils léttis.“Bryndís Ásmundsdóttir lítil stelpa.Kemur að skuldadögum Bryndís segist hafa barist við kvíða í fortíðinni enda átt það til að brosa bara í gegnum tárin. Hún segir alla þurfa að rækta sálina því það komi alltaf að skuldadögum. Bryndís komst í réttar hendur og fékk pláss á Heilsustofnun í Hveragerði. „Þangað á hvert mannsbarn að fara einu sinni á ári, þvílíkur staður. Ég gekk inn með pillubox og kvíða og kom út pillulaus og slök. Þarna er dásamlegt starfsfólk, hollur og góður matur og mikið uppbyggilegt um að vera. Ég vil ekki gera lítið úr starfsfólki heilbrigðisstofnana hér á landi en eftir að hafa verið greind vitlaust á líkama og sál og upplifað kerfið þá er augljóst að þetta fólk er úrvinda og að flýta sér allt of mikið. Þetta er ekki fólki bjóðandi, hvorki þeim né okkur sem sækjum þjónustuna.“ Bryndís vill ekki vera í felum með þessi mál heldur segist þvert á móti vilja vera öðrum víti til varnaðar. „Ég er bara svo heppin að eiga góða að sem börðust fyrir mig og hugsuðu um mig. Fjölnir hefur verið kletturinn í mínu lífi, hann grípur mig þegar ég dett og hefur vit fyrir mér þegar ég æði fram úr mér eins og ég á til. Hann færði fjöll fyrir mig á þessum tíma.“Hvernig líður þér í dag? „Í dag líður mér vel, ég er þakklát og ég er hamingjusöm. Ég á yndislega fjölskyldu og dásamleg börn.“Er framtíðin í Hveragerði? „Það er ómögulegt að segja, við erum opin fyrir breytingum enda kannski óhentugt fyrir minn feril að vera hér. Eins og staðan er núna nýt ég þess að vera heima í fæðingarorlofi þó svo að ég þurfi nú alltaf að taka eitt og eitt verkefni inn á milli bara svona til að halda mér við. Annars erum við bara að rækta vináttuna, ástina og sambandið,“ segir Bryndís Ásmundsdóttir glöð að lokum.Bryndís og Ilmur Kristjánsdóttir í hlutverkum sínum í sýningunni um Janis JoplinMatur? Hrossa- og folaldalund.Drykkur? Vatn, kaffi, bjór og eðalrauðvín.Veitingahús? Grillmarkaðurinn.Tímarit? Hús og híbýli.Vefsíða?Hestafréttir.isVerslun? Volcano Design og Ígló.Hönnuður? Snillingurinn hún Katla Volcano.Hreyfing? Sund, hjól og hestbak.Dekur? Að vera í góðum félagsskap. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Hin brosmilda og hláturmilda Bryndís Ásmundsdóttir hefur svo sannarlega slegið í gegn bæði með söng sínum og leik hér á landi enda óhætt að segja að hún búi yfir vandfundnum krafti og ótrúlegri útgeislun. Bak við gleðina reynast þó þungar þrautir sem Bryndís hefur þurft að takast á við. "Ég er bara svo heppin að eiga góða að sem börðust fyrir mig og hugsuðu um mig. Fjölnir hefur verið kletturinn í mínu lífi, hann grípur mig þegar ég dett og hefur vit fyrir mér þegar ég æði fram úr mér eins og ég á til. Hann færði fjöll fyrir mig á þessum tíma." Bryndís er leikkona að mennt og hefur lengi verið áberandi í samfélaginu enda tekið þátt í mörgum og miklum sýningum, svo ekki sé talað um sönginn en hún hélt heiðri Janis Joplin lengi á lofti með glæsilegri sýningu með lögum söngkonunnar heitinnar. Líf Bryndísar komst þó í fjölmiðla fyrir aðrar sakir en vinnu fyrir tveimur árum þegar hún og Fjölnir Þorgeirsson rugluðu saman reytum enda vakti þetta skemmtilega par athygli hvar sem það kom.Hvar kynntust þið? „Við Fjölnir höfðum verið kunnug í mörg ár og ég hafði verið pínu laumuskotin í honum í um 17 ár. En hjörtu okkar mættust fyrst í heita pottinum í Laugardalslauginni. Ég hafði verið að æfa í World Class, en aldrei niðri í Laugum. Þennan dag keyrði ég hins vegar án þess að hugsa niður í Laugar og endaði í pottinum með Fjölni og pabba hans. Hló þar mikið og skemmti mér vel enda varla hægt að spjalla við meiri gleðigjafa en Fjölni. Þarna gerði ég mér virkilega grein fyrir því hvað hann var góður og spennandi maður.“Bryndís og fjölskyldan.Mynd/ÁsbergFóru strax til ráðgjafa Nú tveimur árum síðar hefur ást ykkar borið ávöxt og þið eignast fallegan son og búið saman í Hveragerði. Smá u-beygja í lífinu ekki satt? „Jú svo sannarlega en við erum skynsamt og duglegt fólk þrátt fyrir að vera svolítið hvatvís bæði tvö. Við eigum auðvitað tvö börn hvort úr fyrri samböndum og því mikilvægt að vanda sig við að setja saman fjölskyldurnar. Við vissum bara strax að við vildum vera saman svo að við fórum til ráðgjafa og fengum einfaldlega leiðbeiningar um hvernig væri best að fara að. Ég setti svolítið miklar kröfur á sjálfa mig í byrjun en góðir hlutir gerast hægt. Það veit ég í dag. Við erum svakalega heppin með börnin okkar og þeim kemur vel saman og vanda sig öll eins og þau geta.“Þið eruð búsett í Hveragerði, hvernig kom það til? „Fjölnir var búinn að skjóta þar rótum og stundar þar sína vinnu og sinnir hrossunum sínum og þar sem fjarbúð var ekki til umræðu þá ákvað ég að flytja í sveitina.“Bryndís og Fjölnir búa saman í Hveragerði.Hefði komið heim í líkkistu Bryndís varð fljótt ólétt og ekki reyndist sú meðganga, sem var hennar þriðja, nein draumameðganga. Viltu segja okkur nánar frá raunum þínum? „Ég var í frábæru formi þegar ég varð ólétt og átti því von á að þetta yrði auðvelt fyrir mig. Á þriðja mánuði byrja ég hins vegar að verða andstutt. Við fórum strax að gera smá grín að ástandinu, aldrinum og svo fór ég auðvitað að efast um góða formið. Ég fór reglulega í mínar skoðanir þangað til að ég var nánast hætt að ná andanum, þá fór ég í frekari rannsóknir. Fyrsta skrefið var að athuga skjaldkirtilinn sem á það til að stríða konum í kringum meðgöngur.“ Ekkert var að skjaldkirtli Bryndísar og var hún því send í frekari rannsóknir niður á hjartagátt. „Þar var ég greind með lungnabólgu og fékk skrifað upp á sýklalyf. Ég var svo heppin að hitta góða vinkonu mína sem starfaði þarna sem hjúkrunarkona. Henni leist svo illa á ástandið á mér að hún lét í sér heyra. Eftir nánari skoðun á myndum og frekari rannsóknir kom í ljós að ég var með blóðtappa.“ Fjölnir og Bryndís höfðu verið að leggja á ráðin um Spánarferð með öll börnin á þessum tíma en Bryndís segir einhverja skynsemi hafa komið yfir þau bæði og þau hætt við ferðina. „Ég hefði komið heim úr þeirri ferð í líkkistu.“ Við tók spítalalega, blóðþynnandi lyf og erfiður tími fyrir Bryndísi sem óttaðist eðlilega um heilsu barnsins sem hún gekk með. Í kjölfarið fékk hún alvarlegt kvíðakast.Bryndís og Fjölnir höfðu verið kunnug í mörg ár en hún hafði verið laumuskotin í honum í um 17 ár.Sálin jafn mikilvæg og líkaminn „Ég var látin taka þetta klassíska þunglyndispróf sem var ekkert sérstaklega mér í hag og fékk því lyf í kjölfarið sem tekur líkamann og hugann nokkra daga að aðlagast. Á þessum aðlögunartíma fékk ég viðtal við geðlækni sem ákvað eftir örstutt spjall að senda mig inn á geðdeild undir lok meðgöngunnar. Ég taldi mig að sjálfsögðu vera að tala við öruggan og traustan fagaðila og ákvað því að hlýða en ég hef aldrei séð manninn minn jafn reiðan yfir lélegri þjónustu. Ég vildi fylgja kerfinu og mætti því samviskusamlega upp á geðdeild.“ Bryndís segist hafa upplifað geðdeildina eins og að hafa verið send til Sarajevo. „Ég fékk taugaáfall við að sjá aðstæður á þessum stað sem á að hjálpa fólki að ná geðheilsu. Sálin er jafn mikilvæg og líkaminn og þarna getur bara ekki nokkur maður náð bata. Það er einfaldlega ekkert sem gleður skynfærin á þessari geðdeild. Það skal enginn segja mér að það sé ekki hægt að gera geðdeild fallega. Ég gat ekki hugsað mér að staldra þarna við og var útskrifuð sama dag, mér og minni fjölskyldu til mikils léttis.“Bryndís Ásmundsdóttir lítil stelpa.Kemur að skuldadögum Bryndís segist hafa barist við kvíða í fortíðinni enda átt það til að brosa bara í gegnum tárin. Hún segir alla þurfa að rækta sálina því það komi alltaf að skuldadögum. Bryndís komst í réttar hendur og fékk pláss á Heilsustofnun í Hveragerði. „Þangað á hvert mannsbarn að fara einu sinni á ári, þvílíkur staður. Ég gekk inn með pillubox og kvíða og kom út pillulaus og slök. Þarna er dásamlegt starfsfólk, hollur og góður matur og mikið uppbyggilegt um að vera. Ég vil ekki gera lítið úr starfsfólki heilbrigðisstofnana hér á landi en eftir að hafa verið greind vitlaust á líkama og sál og upplifað kerfið þá er augljóst að þetta fólk er úrvinda og að flýta sér allt of mikið. Þetta er ekki fólki bjóðandi, hvorki þeim né okkur sem sækjum þjónustuna.“ Bryndís vill ekki vera í felum með þessi mál heldur segist þvert á móti vilja vera öðrum víti til varnaðar. „Ég er bara svo heppin að eiga góða að sem börðust fyrir mig og hugsuðu um mig. Fjölnir hefur verið kletturinn í mínu lífi, hann grípur mig þegar ég dett og hefur vit fyrir mér þegar ég æði fram úr mér eins og ég á til. Hann færði fjöll fyrir mig á þessum tíma.“Hvernig líður þér í dag? „Í dag líður mér vel, ég er þakklát og ég er hamingjusöm. Ég á yndislega fjölskyldu og dásamleg börn.“Er framtíðin í Hveragerði? „Það er ómögulegt að segja, við erum opin fyrir breytingum enda kannski óhentugt fyrir minn feril að vera hér. Eins og staðan er núna nýt ég þess að vera heima í fæðingarorlofi þó svo að ég þurfi nú alltaf að taka eitt og eitt verkefni inn á milli bara svona til að halda mér við. Annars erum við bara að rækta vináttuna, ástina og sambandið,“ segir Bryndís Ásmundsdóttir glöð að lokum.Bryndís og Ilmur Kristjánsdóttir í hlutverkum sínum í sýningunni um Janis JoplinMatur? Hrossa- og folaldalund.Drykkur? Vatn, kaffi, bjór og eðalrauðvín.Veitingahús? Grillmarkaðurinn.Tímarit? Hús og híbýli.Vefsíða?Hestafréttir.isVerslun? Volcano Design og Ígló.Hönnuður? Snillingurinn hún Katla Volcano.Hreyfing? Sund, hjól og hestbak.Dekur? Að vera í góðum félagsskap.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“