Lífið

Halda hraðstefnumót á Harlem

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Þær Dóra Hrund Gísladóttir og Kristín Helga Ríkharðsdóttir starfa sem barþjónar á Harlem. Starfsmenn staðarins standa fyrir hraðstefnumótakvöldi í kvöld. Fréttablaðið/Stefán
Þær Dóra Hrund Gísladóttir og Kristín Helga Ríkharðsdóttir starfa sem barþjónar á Harlem. Starfsmenn staðarins standa fyrir hraðstefnumótakvöldi í kvöld. Fréttablaðið/Stefán
„Þetta verður óvenjulegt, reykvískt „speed dating," segir Kristín Helga Ríkharðsdóttir, barþjónn á Harlem Bar við Tryggvagötu. Í kvöld bjóða barþjónar Harlem gestum staðarins upp á hraðstefnumót eða „speed dating" eins og það kallast á enskunni.

„Hugmyndin blossaði upp inni á starfsmannasíðunni okkar á Facebook. Þar vorum við að velta því fyrir okkur hvað við gætum gert á Harlem og það var einhver sem stakk upp á þessu," segir Kristín.

Hún segir hugmyndina þó örlítið frábrugðna hinum hefðbundnu hraðstefnumótum. „Þetta verður eiginlega keppni. Til að byrja með verður þetta hefðbundið og hópurinn fær að kynnast innbyrðis. Svo breytist þetta í keppni þar sem tveir munu standa uppi sem sigurvegarar og hljóta almennilegt stefnumót í verðlaun," segir Kristín.

Sigurparinu verður boðið í sund og út að borða á veitingastað í miðborginni, auk þess sem þau eiga inni tvo drykki á Harlem. Eins og áður sagði fer viðburðurinn fram á Harlem í kvöld og verða leikreglur útskýrðar kl. 21.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.