Lífið

Edda Péturs í viðtali við Marie Claire

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Fyrirsætan Edda Pétursdóttir hefur verið búsett í New York í mörg ár og dásamar Ísland í Marie Claire.
Fyrirsætan Edda Pétursdóttir hefur verið búsett í New York í mörg ár og dásamar Ísland í Marie Claire. Mynd/Marie Claire
Íslenska fyrirsætan Edda Pétursdóttir er í viðtali við vefsíðu tískuritsins Marie Claire.

Ástæða viðtalsins er gleðskapur sem Edda ætlar að halda í tilefni sumarsólstaðanna þann 21. júní næstkomandi í New York.

„Þetta verður partí með íslensku ívafi þar sem íslenskur vodki verður á boðstólum og ég ætla að spila íslenska tónlist á borð við Of Monsters and Men í bland við aðra klassík fyrir gesti,“ segir Edda, sem er plötusnúður í hjáverkum, í viðtalinu ásamt því að tala um íslenskar hefðir í tengslum við sumarsólstöður.

„Það er gömul hefð að velta sér nakinn upp úr morgundögginni á þessum degi því þá má maður óska sér. Ég hef aldrei prófað það, en kannski einn daginn…“

Edda hefur starfað sem fyrirsæta um allan heim frá því hún var 14 ára gömul. Í viðtalinu segist hún hafa búið í London og París áður en hún settist að í New York þar sem hún er búsett í dag.

„Það sem stendur upp úr við starfið eru allir fallegu staðirnir sem ég hef fengið að heimsækja. Bara á síðasta ári fékk ég að ferðast til Machu Picchu í Perú og ég var að koma aftur frá Patagóníu í Síle.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.