Hjólar allt að tvöhundruð kílómetra í senn Sara McMahon skrifar 20. júní 2013 09:30 Björn Arnar Hauksson stundar hjólreiðar af miklum móð í Singapúr. Þó hann hafi aðeins æft íþróttina í stuttan tíma hefur hann þegar lent í efstu sætum í hjólreiðakeppnum í Malasíu og Taílandi. „Ég hef ekki átt bíl í tíu ár og hef notað hjól sem samgöngumáta í London, Haag og Singapúr. Ég hef líka stundað langhlaup og fjallgöngur. Þegar ég svo prófaði hraðskreitt götuhjól þá varð ekki aftur snúið. Það kom svo fljótlega í ljós að ég virtist eiga tiltölulega auðvelt með að hjóla hratt, langt og upp brekkur. Þrjóska og viljastyrkur hjálpa líka til í svona úthaldsíþróttum en þegar mest á reynir kalla ég á Þór, Óðin og Freyju,“ segir hjólagarpurinn og hagfræðingurinn Björn Arnar Hauksson. Björn er búsettur í Singapúr ásamt fjölskyldu sinni og stundar hjólreiðar af miklum móð og hefur meðal annars lent í efstu sætum í hjólreiðakeppnum víða um Malasíu og í Taílandi. Inntur út í árangur sinn viðurkennir Björn Arnar að það sé ávallt gaman þegar vel gengur. Hann stundar íþróttina sex sinnum í viku og byrja æfingar klukkan 04.30 að morgni því þá er veður svalara og minni bílaumferð. „Á virkum dögum fer ég 50 til 80 kílómetra en um helgi allt að 200 kílómetra í senn. Suma daga æfum við spretti eða brekkur. Ég nota að jafnaði þrjú hjól: eitt fyrir æfingar og keppnir, annað í samgöngur og það þriðja í innkaup og snatt í hverfinu.“ Björn Arnar nam hagfræði og tölvunarfræði við Háskóla Íslands og flutti árið 2006 til London þar sem hann vann í hrávörukauphöll þar sem verslað er með olíu, sykur, appelsínur og kaffi svo fátt eitt sé nefnt. „Nokkrum árum síðar fluttist ég ásamt konu minni, Kristínu [Viggósdóttur], til Hollands og hóf störf hjá einu stærsta auðlindafyrirtæki heims. Skrifstofunni í Haag var svo lokað í fyrra þar sem viðskiptin hafa færst til Asíu og mér var boðið að flytja til Singapúr,“ útskýrir hann. Fjölskyldunni líkar lífið í Singapúr vel þó að veðráttan sé stundum til ama. „Hitastigið hér er að jafnaði yfir 30 gráðunum og mikill raki, en maður lærir að laga sig að aðstæðum. Það er frábært að fá tækifæri til að kynnast menningunni hér. Við ferðumst mikið og reynum eins og kostur er að lifa eins og innfæddir. Fimm ára dóttir okkar, Góa, hefur lært hollensku, ensku og er nú að spreyta sig á kínversku,“ segir hann að lokum. Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég hef ekki átt bíl í tíu ár og hef notað hjól sem samgöngumáta í London, Haag og Singapúr. Ég hef líka stundað langhlaup og fjallgöngur. Þegar ég svo prófaði hraðskreitt götuhjól þá varð ekki aftur snúið. Það kom svo fljótlega í ljós að ég virtist eiga tiltölulega auðvelt með að hjóla hratt, langt og upp brekkur. Þrjóska og viljastyrkur hjálpa líka til í svona úthaldsíþróttum en þegar mest á reynir kalla ég á Þór, Óðin og Freyju,“ segir hjólagarpurinn og hagfræðingurinn Björn Arnar Hauksson. Björn er búsettur í Singapúr ásamt fjölskyldu sinni og stundar hjólreiðar af miklum móð og hefur meðal annars lent í efstu sætum í hjólreiðakeppnum víða um Malasíu og í Taílandi. Inntur út í árangur sinn viðurkennir Björn Arnar að það sé ávallt gaman þegar vel gengur. Hann stundar íþróttina sex sinnum í viku og byrja æfingar klukkan 04.30 að morgni því þá er veður svalara og minni bílaumferð. „Á virkum dögum fer ég 50 til 80 kílómetra en um helgi allt að 200 kílómetra í senn. Suma daga æfum við spretti eða brekkur. Ég nota að jafnaði þrjú hjól: eitt fyrir æfingar og keppnir, annað í samgöngur og það þriðja í innkaup og snatt í hverfinu.“ Björn Arnar nam hagfræði og tölvunarfræði við Háskóla Íslands og flutti árið 2006 til London þar sem hann vann í hrávörukauphöll þar sem verslað er með olíu, sykur, appelsínur og kaffi svo fátt eitt sé nefnt. „Nokkrum árum síðar fluttist ég ásamt konu minni, Kristínu [Viggósdóttur], til Hollands og hóf störf hjá einu stærsta auðlindafyrirtæki heims. Skrifstofunni í Haag var svo lokað í fyrra þar sem viðskiptin hafa færst til Asíu og mér var boðið að flytja til Singapúr,“ útskýrir hann. Fjölskyldunni líkar lífið í Singapúr vel þó að veðráttan sé stundum til ama. „Hitastigið hér er að jafnaði yfir 30 gráðunum og mikill raki, en maður lærir að laga sig að aðstæðum. Það er frábært að fá tækifæri til að kynnast menningunni hér. Við ferðumst mikið og reynum eins og kostur er að lifa eins og innfæddir. Fimm ára dóttir okkar, Góa, hefur lært hollensku, ensku og er nú að spreyta sig á kínversku,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“