Lífið

Kaffið meira ávanabindandi en talið var

Kaffi er meira ávanabindandi en áður var talið og fráhvörfin eru höfuðverkur og þreyta.
Kaffi er meira ávanabindandi en áður var talið og fráhvörfin eru höfuðverkur og þreyta.
Samkvæmt vísindamönnum við Bristol-háskóla í Bretlandi er kaffi meira ávanabindandi en áður var talið.

Margir kannast við tilfinninguna af því að vakna ekki almennilega fyrr en búið er að drekka fyrsta bollann og kenna koffíninu um.



Vísindamenn segja að það sé hins vegar þannig að líkaminn sé að bregðast við fráhvörfum frá síðasta bolla með því að vakna við fyrsta bollann. Fráhvörfin frá kaffinu lýsa sér í þreytu og höfuðverk.

„Fyrsti kaffibollinn kemur manni einfaldlega í venjulegt ástand aftur,“ segir Peter Rogers, sem hefur rannsakað kaffi í 20 ár.



Í rannsókninni kom einnig í ljós að kaffibollarnir sem maður drekkur út yfir daginn hafa ekki nærri því jafn mikil áhrif og fyrsti bollinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.