Tvö myndbönd voru gerð við lagið; í öðru dansa fyrirsætur léttklæddar í kringum fullklædda söngvarana en í hinu eru stúlkurnar á nærbuxum einum fata (við vörum við myndefninu í grófu útgáfunni).
„Lagið fjallar um stúlku sem vill stunda kynlíf en þorir ekki að segja það – sem kallast á við hið gamalkunna vandamál að sumir karlmenn telji að nei þýði já, nema að núna er hugmyndin sett fram í formi grípandi sumarlags,“ segir á vefsíðunni The Daily Beast.
„Í myndbandinu sést söngvarinn muldra „Ég veit þú vilt það“ í eyra stúlku. Kallið mig bölsýna en þessi setning nær ekki yfir hugmyndina um samþykki,“ ritaði Lisa Huyne á bloggi sínu Feminist in L.A.