Lífið

Tónlistarmyndband við sumarsmell harðlega gagnrýnt

Robin Thicke hefur verið gagnrýndur fyrir myndband sitt við lagið Blurred Lines.
Robin Thicke hefur verið gagnrýndur fyrir myndband sitt við lagið Blurred Lines. Nordicphotos/getty
Myndband við lagið Blurred Lines með söngvaranum Robin Thicke hefur vakið hörð viðbrögð, enda þykir það niðrandi í garð kvenna.

Tvö myndbönd voru gerð við lagið; í öðru dansa fyrirsætur léttklæddar í kringum fullklædda söngvarana en í hinu eru stúlkurnar á nærbuxum einum fata (við vörum við myndefninu í grófu útgáfunni).

„Lagið fjallar um stúlku sem vill stunda kynlíf en þorir ekki að segja það – sem kallast á við hið gamalkunna vandamál að sumir karlmenn telji að nei þýði já, nema að núna er hugmyndin sett fram í formi grípandi sumarlags,“ segir á vefsíðunni The Daily Beast.

„Í myndbandinu sést söngvarinn muldra „Ég veit þú vilt það“ í eyra stúlku. Kallið mig bölsýna en þessi setning nær ekki yfir hugmyndina um samþykki,“ ritaði Lisa Huyne á bloggi sínu Feminist in L.A.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.