Lífið

Rándýr fæðing hjá Kate og Vilhjálmi

Kate og Vilhjálmur eiga von á barni í næsta mánuði. Spítalavistin fyrir fæðinguna verður í dýrari kantinum.
Kate og Vilhjálmur eiga von á barni í næsta mánuði. Spítalavistin fyrir fæðinguna verður í dýrari kantinum.
Það gæti kostað Kate Middleton allt að tvær milljónir að fæða frumburð sinn í næsta mánuði. Kate ætlar að fæða barnið í Lindo-álfunni á St Mary‘s-spítalanum í Paddington-hverfi Lundúnaborgar, en spítalavistin í þessari tilteknu álfu er í dýrari kantinum.

Verðandi mæður sem kjósa að fæða börn sín í Lindo-álfunni eiga von á lúxusmeðferð frá starfsfólki spítalans og bestu læknisþjónustu sem völ er á. Skyldi Kate einnig fá gríðarlega löngun í ákveðinn mat stuttu fyrir fæðingu verða kokkar eldhússins henni innan handar allan sólarhringinn.

Þá eiga þau Kate og Vilhjálmur kost á því að skála í rándýru kampavíni þegar barnið er komið í heiminn.

Hjónin vita hins vegar ekki hvort um stúlku eða dreng sé að ræða, en þau hafa ákveðið að það eigi að koma á óvart.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.