Upplýst ákvörðun eða ekki? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. júní 2013 06:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur gefið til kynna að þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópumál, sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum, kunni að snúast um eitthvað annað en hvort halda eigi áfram aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Ráðherrann tjáði sig óljóst um þetta þegar hann tilkynnti framkvæmdastjórn ESB að gert yrði hlé á viðræðunum. Í viðtali í Fréttablaðinu í gær tekur ráðherrann skýrar til orða. Hann segir að tímasetning þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi ekki verið ákveðin og ekki hafi heldur verið ákveðið um hvað skuli spurt; „hvort spurningin snúist um hvort halda eigi viðræðum áfram eða hvort Ísland eigi að ganga í ESB, og þá með möguleikunum já eða nei“. Þegar frekar er gengið á utanríkisráðherrann um það hvort ekki hafi verið gert ráð fyrir að spurt yrði hvort halda ætti viðræðunum áfram, svarar hann: „Nei. Það eru einhverjir sem hafa talað þannig en það er hvergi gengið út frá því í stjórnarsáttmálanum.“ Þetta er athyglisverð útlegging. Í stjórnarsáttmála Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins segir: „Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Er hægt að skilja þetta öðruvísi en svo að þjóðaratkvæðagreiðslan eigi að snúast um framhald viðræðna? Eða er þetta bara einhver þjóðaratkvæðagreiðsla, til dæmis um hvort það megi flytja inn norskt kúakyn? Ef við skoðum hvað flokkarnir sögðu um þetta mál fyrir kosningar, sagði í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins: „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.“ Flokksforystan ítrekaði síðan að slík atkvæðagreiðsla yrði haldin á fyrri hluta kjörtímabilsins. Í stefnu Framsóknarflokksins stóð: „ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Aftur er ómögulegt að skilja þetta öðruvísi en svo að halda eigi atkvæðagreiðslu þar sem spurt er hvort halda eigi viðræðunum áfram eða ekki. Spurningin um hvort fólk vilji að Ísland gangi í Evrópusambandið, með svarmöguleikunum já og nei, er allt önnur spurning. Og munurinn á spurningunum er að um þá fyrri getur fólk tekið upplýsta ákvörðun, byggða á boðaðri úttekt á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan ESB. Um þá síðari, hvort fólk vilji ganga í ESB eða ekki, er ekki hægt að mynda sér upplýsta skoðun án þess að aðildarsamningur liggi fyrir. Og hann sjáum við ekki nema klára viðræðurnar. Það er erfitt að átta sig á því hvað utanríkisráðherrann er að fara með því að reyna að drepa málinu á dreif með þessum hætti. Báðir stjórnarflokkarnir lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Þeir verða að sjálfsögðu rukkaðir um það loforð – og þjóðin þarf að fá að taka upplýsta ákvörðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur gefið til kynna að þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópumál, sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum, kunni að snúast um eitthvað annað en hvort halda eigi áfram aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Ráðherrann tjáði sig óljóst um þetta þegar hann tilkynnti framkvæmdastjórn ESB að gert yrði hlé á viðræðunum. Í viðtali í Fréttablaðinu í gær tekur ráðherrann skýrar til orða. Hann segir að tímasetning þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi ekki verið ákveðin og ekki hafi heldur verið ákveðið um hvað skuli spurt; „hvort spurningin snúist um hvort halda eigi viðræðum áfram eða hvort Ísland eigi að ganga í ESB, og þá með möguleikunum já eða nei“. Þegar frekar er gengið á utanríkisráðherrann um það hvort ekki hafi verið gert ráð fyrir að spurt yrði hvort halda ætti viðræðunum áfram, svarar hann: „Nei. Það eru einhverjir sem hafa talað þannig en það er hvergi gengið út frá því í stjórnarsáttmálanum.“ Þetta er athyglisverð útlegging. Í stjórnarsáttmála Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins segir: „Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Er hægt að skilja þetta öðruvísi en svo að þjóðaratkvæðagreiðslan eigi að snúast um framhald viðræðna? Eða er þetta bara einhver þjóðaratkvæðagreiðsla, til dæmis um hvort það megi flytja inn norskt kúakyn? Ef við skoðum hvað flokkarnir sögðu um þetta mál fyrir kosningar, sagði í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins: „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.“ Flokksforystan ítrekaði síðan að slík atkvæðagreiðsla yrði haldin á fyrri hluta kjörtímabilsins. Í stefnu Framsóknarflokksins stóð: „ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Aftur er ómögulegt að skilja þetta öðruvísi en svo að halda eigi atkvæðagreiðslu þar sem spurt er hvort halda eigi viðræðunum áfram eða ekki. Spurningin um hvort fólk vilji að Ísland gangi í Evrópusambandið, með svarmöguleikunum já og nei, er allt önnur spurning. Og munurinn á spurningunum er að um þá fyrri getur fólk tekið upplýsta ákvörðun, byggða á boðaðri úttekt á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan ESB. Um þá síðari, hvort fólk vilji ganga í ESB eða ekki, er ekki hægt að mynda sér upplýsta skoðun án þess að aðildarsamningur liggi fyrir. Og hann sjáum við ekki nema klára viðræðurnar. Það er erfitt að átta sig á því hvað utanríkisráðherrann er að fara með því að reyna að drepa málinu á dreif með þessum hætti. Báðir stjórnarflokkarnir lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Þeir verða að sjálfsögðu rukkaðir um það loforð – og þjóðin þarf að fá að taka upplýsta ákvörðun.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun