Lífið

Reynsluboltar á Pólar Festival

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Dóri DNA mun kenna sensuskrif fyrir leikhús á Pólar Festival ásamt Tyrfingi Tyrfingssyni.
Dóri DNA mun kenna sensuskrif fyrir leikhús á Pólar Festival ásamt Tyrfingi Tyrfingssyni. Fréttablaðið/Anton
„Við ætlum að reyna að undirstrika galdrana sem verða þegar gengið er frá borðinu og út á gólf,“ segir Halldór Halldórsson, öllu þekktari sem Dóri DNA.

Dóri verður með námskeið á listahátíðinni Pólar Festival sem fram fer á Stöðvarfirði dagana 12.-14. júlí, ásamt Tyrfingi Tyrfingssyni. „Við munum leiðbeina fólki áfram í senuskrifum fyrir leikhús. Það eru margir sem hafa hæfileikana og hafa vel það sem til þarf en það er svo margt teknískt við þetta allt saman, til dæmis hvernig koma á texta í leikbært form,“ segir Dóri.

Þeir Tyrfingur lærðu við námsbrautina Fræði og framkvæmd í Listaháskóla Íslands. „Við vorum miklir mátar í skólanum og deildum sýn og skoðunum á leikhúsi. Síðan þá hefur Tyrfingur verið að koma sér áfram sem höfundur og ég hef verið að vinna sem aðstoðarleikstjóri.“

Dóri segir þá félagana spennta fyrir helginni. „Það er alltaf gaman að koma út á land og finna nýjan kraft. Við vonum bara að sem flestir komi og verði með.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.