Lífið

J-Lo fær stjörnu

Hin 43 ára Jennifer Lopez var klædd eins og sannkölluð kvikmyndastjarna þegar hún pósaði fyrir framan stjörnuna sína í Hollywood.

Söngkonan sýndi miklar tilfinningar, grét og þurrkaði tárin þegar hún tók við viðurkenningunni en aðeins heimsfrægt fólk fær nafnið sitt steypt í gangstéttina, sem á ensku kallast Hollywood Walk Of Fame.

Heiðursgestir athafnarinnar voru börnin hennar Max og Emme sem eru fimm ára en tvíburana eignaðist hún með fyrrverandi eiginmanni sínum, Marc Anthony.

Jennifer Lopez þakkaði fjölskyldunni sinni og aðdáendum á Twitter og skrifaði einnig: „Stjarnan mín og ég. Nú er ég þakklát lítil stelpa frá Bronx.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.