Lífið

Fyrirsætan Miranda Kerr með eltihrelli

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera ofurfyrirsæta.
Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera ofurfyrirsæta. nordicphotos/getty
Ofurfyrirsætan Miranda Kerr lenti í heldur óskemmtilegu atviki á dögunum þegar maður að nafni Steven C. Swanson frá Massachusetts í Bandaríkjunum hótaði að fljúga til Los Angeles og myrða hana.

Samkvæmt erlendum fréttaveitum hringdi Swanson sjálfur í lögregluna og útlistaði hvernig hann ætlaði að „bjarga“ fyrirsætunni sem hann vill meina að sé sálufélagi sinn.

Þegar lögreglan handtók Swanson á heimili hans kom í ljós að hann hafði þakið íbúð sína með myndum af Kerr.

Einnig gerði lögreglan upptæka loftbyssu á heimilinu.

Svo virðist sem maðurinn gangi ekki heill til skógar en verjandi hans segir hann þjást bæði af geðhvörfum og geðklofa og hafa hætt að taka lyfin sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.