Lífið

Búið að nefna

TMZ hefur heimildir fyrir því að dóttir Kim Kardashian og Kanye West hafi fengið nafnið North West.
TMZ hefur heimildir fyrir því að dóttir Kim Kardashian og Kanye West hafi fengið nafnið North West. Nordicphotos/getty
Slúðurpressan hefur verið að velta sé mikið upp úr því hvaða nafn hin vikugamla dóttir stjörnuparsins Kim Kardashian og Kanye West mun hljóta og flestir veðjað á að nafnið muni hafa upphafstafinn K.

 

Slúðurvefurinn TMZ blés á þær sögusagnir er þeir uppljóstruðu að stúlkan hefði fengið nafnið North West en þeir segjast vera með fæðingarvottorðið undir höndunum því til sönnunar.

 

Hvorki Kardashian né West hafa tjáð sig um nafnið enn þá en mæðgurnar eru nýkomnar heima af spítalanum. Stúlkan fæddist síðasta laugardag, rúmum fjórum vikum fyrir tímann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.