Lífið

Leikstýrir 50 Shades of Grey

Sam Taylor-Johnson giftist aðalleikara kvikmyndarinnar Nowhere Boy, Aaron Taylor-Johnson, í fyrra. Aaron er 23 árum yngri en eiginkonan.
Sam Taylor-Johnson giftist aðalleikara kvikmyndarinnar Nowhere Boy, Aaron Taylor-Johnson, í fyrra. Aaron er 23 árum yngri en eiginkonan.
Leikstjórinn Sam Taylor-Johnson mun leikstýra kvikmyndaútgáfu bókarinnar 50 Shades of Grey. Johnson leikstýrði sinni fyrstu stórmynd árið 2009 en það var kvikmyndin Nowhere Boy sem fjallaði um yngri ár Johns Lennon.

50 Shades of Grey fór eins og eldur í sinu um heiminn og var lengi á toppnum yfir söluhæstu bækur bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Sagan segir frá sambandi hins 27 ára gamla milljarðamærings Christians Grey og háskólanemans Anastasiu Steele.

„Sam hefur einstakan hæfileika til að draga fram flókið samspil ástar, tilfinninga og kynferðislegrar spennu. Hún er því leikstjórinn sem mun ná að glæða samband þeirra Christians og Anastasiu lífi,“ sagði framleiðandinn Michael De Luca.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.