Lífið

Ástarsaga, íslensk stuttmynd, gerir það gott

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Stuttmynd Ásu Hjörleifsdóttur hefur verið valin á tuttugu kvikmyndahátíðir víðs vegar um heim.
Stuttmynd Ásu Hjörleifsdóttur hefur verið valin á tuttugu kvikmyndahátíðir víðs vegar um heim. Mynd/Ugla Hauksdóttir
Ása Hjörleifsdóttir útskrifaðist úr kvikmyndagerðardeild Columbia-háskóla í New York á síðasta ári. Lokaverkefni hennar úr skólanum, stuttmyndin Ástarsaga, hefur hvarvetna hlotið góðar viðtökur en myndin var tekin upp bæði í New York og Íslandi.



„Þetta er fyrsta myndin sem ég hef tekið upp á Íslandi en áður hafði ég gert nokkrar í New York í tengslum við skólann. Viðtökurnar hafa verið vonum framar en hún hefur farið á um tuttugu kvikmyndahátíðir síðan hún var frumsýnd á RFF síðasta sumar og komst í lokaúrslit í „The Student Academy Awards“, sem eru Óskarsverðlaun í flokki útskriftarmynda úr skólum.“



Líkt og titill myndarinnar gefur til kynna fjallar hún um ástina. Sagan hefst í New York þegar kærasti aðalpersónunnar Solange, hinn íslenski Baldur, hverfur skyndilega af heimili þeirra. Hann fer til Reykjavíkur og Solange ákveður að elta hann þangað.



Ása, sem býr í New York um þessar mundir, hefur unnið sem sjálfstætt starfandi handritshöfundur síðan hún útskrifaðist úr skólanum. „Ég hef bæði verið að vinna fyrir erlend og íslensk fyrirtæki en er núna að vinna að minni fyrstu bíómynd í fullri lengd. Ég býst við að flytja til Íslands í haust til að vinna í myndinni sem verður vonandi tekin upp þar sumarið 2014.“

RFF





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.