Sáði blómum fyrir fermingarveisluna Sara McMahon skrifar 24. júní 2013 10:00 Stella Dögg Blöndal er búsett á bænum Jaðri í Borgarnesi. Þar ræktar hún meðal annars fíkjur, eggaldin, maís og gulrætur. „Ég byrjaði í garðrækt um það leyti sem ég fermdist. Mig langaði að gera eitthvað fínt fyrir veisluna og sáði um hundrað blómum og skreytti svo allt heimilið með þeim. Eftir það hef ég verið á fullu í gróðurhúsinu,“ segir hin sextán ára gamla Stella Dögg Blöndal. Stella er búsett á bænum Jaðri í Bæjarsveit og ræktar hvers kyns grænmeti, kryddjurtir og blóm. Auk þess rekur hún sveitamarkaðinn Ljómalind ásamt öðrum úr sveitinni. Foreldrar Stellu eru Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir landslagsarkitekt og Eiríkur Blöndal verkfræðingur. Stella segist hafa erft gróðuráhugann frá foreldrum sínum og föðurömmu, en sú er einnig með gróðurhús. Hún segir fjölskyldu sína afar hjálpsama þegar kemur að því að hugsa um plönturnar en viðurkennir að vinirnir séu hálfgáttaðir á þessum mikla gróðuráhuga hennar. „Mömmu og pabba finnst fínt að fá ferska tómata á morgnana en vinir mínir eru gáttaðir á því hvernig ég nenni þessu. Það fer mikill tími í þetta og stundum er ég í gróðurhúsinu langt fram á nótt; ég hef meira að segja sofnað þar inni,“ segir hún hlæjandi. Stella heldur nákvæma dagbók um ræktunina og skráir meðal annars hjá sér hvenær jurtir spíra. „Ég nýti þær upplýsingar til að bæta uppskeruna ár frá ári. Það er mjög gaman að prófa sig svona áfram,“ útskýrir hún. Í haust mun Stella hefja nám við Verzlunarskóla Íslands og flytur þá til ömmu sinnar í Reykjavík. Hún viðurkennir að henni þyki tilhugsunin um að þurfa að yfirgefa sveitina erfið. „Ég á yngri bróður, Jón Björn, og ég samdi við hann um að vökva á meðan ég er í burtu,“ segir hún að lokum. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég byrjaði í garðrækt um það leyti sem ég fermdist. Mig langaði að gera eitthvað fínt fyrir veisluna og sáði um hundrað blómum og skreytti svo allt heimilið með þeim. Eftir það hef ég verið á fullu í gróðurhúsinu,“ segir hin sextán ára gamla Stella Dögg Blöndal. Stella er búsett á bænum Jaðri í Bæjarsveit og ræktar hvers kyns grænmeti, kryddjurtir og blóm. Auk þess rekur hún sveitamarkaðinn Ljómalind ásamt öðrum úr sveitinni. Foreldrar Stellu eru Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir landslagsarkitekt og Eiríkur Blöndal verkfræðingur. Stella segist hafa erft gróðuráhugann frá foreldrum sínum og föðurömmu, en sú er einnig með gróðurhús. Hún segir fjölskyldu sína afar hjálpsama þegar kemur að því að hugsa um plönturnar en viðurkennir að vinirnir séu hálfgáttaðir á þessum mikla gróðuráhuga hennar. „Mömmu og pabba finnst fínt að fá ferska tómata á morgnana en vinir mínir eru gáttaðir á því hvernig ég nenni þessu. Það fer mikill tími í þetta og stundum er ég í gróðurhúsinu langt fram á nótt; ég hef meira að segja sofnað þar inni,“ segir hún hlæjandi. Stella heldur nákvæma dagbók um ræktunina og skráir meðal annars hjá sér hvenær jurtir spíra. „Ég nýti þær upplýsingar til að bæta uppskeruna ár frá ári. Það er mjög gaman að prófa sig svona áfram,“ útskýrir hún. Í haust mun Stella hefja nám við Verzlunarskóla Íslands og flytur þá til ömmu sinnar í Reykjavík. Hún viðurkennir að henni þyki tilhugsunin um að þurfa að yfirgefa sveitina erfið. „Ég á yngri bróður, Jón Björn, og ég samdi við hann um að vökva á meðan ég er í burtu,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“