Lífið

Spila á króatískri tónlistarhátíð

Freyr Bjarnason skrifar
Dikta spilar á tónlistarhátíðinni Inmusicfestival í kvöld.
Dikta spilar á tónlistarhátíðinni Inmusicfestival í kvöld.
Dikta spilar í kvöld á tónlistarhátíðinni Inmusicfestival sem er haldin í Zagreb í Króatíu.

Þar verður hljómsveitin í góðum hópi því á meðal annarra sem stíga þar á svið eru Bloc Party, Iggy and the Stoogies, Editors og Arctic Monkeys.

„Við höfum aldrei farið til Króatíu áður. Svo erum við allt í einu beðnir um að spila klukkan hálfellefu um kvöldið á risasviði á þrjátíu þúsund manna hátíð,“ segir söngvarinn Haukur Heiðar Hauksson, sem hlakkar mikið til.

Eftir hátíðina kemur Dikta heim til Íslands en flýgur svo út til Þýskalands þar sem hún kemur fram á annarri, smærri hátíð sem kallast Bochum Total. Einnig ætla strákarnir í hljóðver með þarlendum upptökustjóra en sveitin er að undirbúa sína næstu plötu sem kemur út annað hvort fyrir jól eða snemma á næsta ári.

„Þetta kom í gegnum kunningsskap hjá útgáfufyrirtækinu,“ segir Haukur Heiðar um samstarfið með upptökustjóranum . Þar á hann við þýska fyrirtækið Smarten Up! Records sem gefur út plötur Diktu í Þýskalandi og löndunum þar í kring.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.