Lífið

Kvikmynd Baltasar Kormáks heimsfrumsýnd í hjarta Evrópu

Ólöf Skaftadóttir skrifar
„Þetta er náttúrulega alveg svakalega gaman. Þetta er ein af stóru hátíðunum í Evrópu, ásamt kvikmyndahátíðinni í Cannes, í Berlín og fleirum,“ segir Baltasar Kormákur leikstjóri.

Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, verður heimsfrumsýnd á opnunarhátíð hinnar árlegu Locarno kvikmyndahátíðar. Hátíðin fer fram í bænum Locarno í Sviss þann sjöunda ágúst og er þetta í sextugasta og sjötta sinn sem hún er haldin.

Fyrsta leikstjóraverkefni Baltasars Kormáks, 101 Reykjavík, var valið til þátttöku í keppni kvikmyndahátíðarinnar árið 2000. Nú snýr hann aftur með bandaríska spennugamanmynd sem skartar Denzel Washington, Mark Wahlberg og Paulu Patton í aðalhlutverkum.

„Það var á þessari hátíð sem allt fór af stað, þannig að það er alveg sérstaklega skemmtilegt að koma aftur þangað,“ bætir Baltasar við.

Baltasar mun verða viðstaddur sýninguna á 2 Guns og halda tölu áður en sýningin hefst. „Þetta verða eins og rokktónleikar. Sýningin er úti, á torgi, og þar verða um það bil átta þúsund manns,“ útskýrir Baltasar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.