Lífið

Húðflúraður handleggur

Leikkonan Anita Briem er stödd hér á landi, en hún fer með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Fólkið í blokkinni. Tökur áttu að hefjast í lok maí, en ráðgert er að sýna þættina á RÚV í haust.

Til leikkonunnar sást á veitingastaðnum Sólon á mánudagskvöldið, en þar sat hún að snæðingi ásamt óþekktum karlmanni. Athygli vakti að Anita skartaði fjölda húðflúra á hægri upphandlegg en ekki er vitað hvort húðflúrin eru raunveruleg eða einungis til komin vegna hlutverksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.