Lífið

Lætur fjarlægja flúrið

Heidi Klum og Seal skildu í fyrra eftir langt samband.
Heidi Klum og Seal skildu í fyrra eftir langt samband.
Heidi Klum lætur nú fjarlægja húðflúr af nafni fyrrum eiginmanns síns, tónlistarmannsins Seal, af líkama sínum.

Hin fertuga fyrirsæta lét húðflúra sig fyrir nokkrum árum, en þá lét hún flúra stjörnur með upphafsstöfum eiginmannsins og barnanna ritaða inn í. Seal og Klum skildu í fyrra og vill fyrirsætan því eðlilega losna við nafn hans af líkamanum.

„Heidi er að vinna í því að fjarlægja húðflúrin. Hún hefur farið nokkrum sinnum í tíma til að láta eyða flúrunum. Stjörnur með upphafstöfum barnanna fá þó að vera áfram,“ sagði heimildarmaður við tímaritið People.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.