Lífið

Byrjar daginn á próteinríkri fæðu

Ellý Ármanns skrifar
Ásdís Halla Bragadóttir hugar vel að heilsunni
Ásdís Halla Bragadóttir hugar vel að heilsunni
Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður Sinnum, er meðvituð um hvað heilsusamlegt líferni er mikilvægt. Við spurðum Höllu hvað hún kýs að borða og komumst að því að hún leggur áherslu á próteinríkan morgunverð.

„Undanfarin ár hef ég smám saman dregið úr því að borða kolvetnaríka fæðu og aukið hlutfall próteinríkrar fæðu án þess þó að borða of mikla fitu. Ég borða meira af grænmeti, kjúklingi og fiski en áður en mesta breytingin síðustu mánuði felst í því að ég byrja daginn núna á próteinríkari morgunverði. Morgunverðurinn núna er yfirleitt annað hvort nokkur egg á brauðsneið eða próteinríkur smoothie með banana og bláberjum,“ segir Ásdís Halla og bætir við:

„Ég finn að eftir því sem árin færast yfir þeim mun mikilvægara er að pæla í næringunni og próteinríkari fæða gefur mér betri líðan og kraft auk þess sem þyngdarstjórnunin verður auðveldari og eðlilegri partur af daglegu lífi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.