Lífið

Blake Lively samþykkir klæðnað eiginmannsins

Ryan Reynolds klæðir sig ekki án samþykkis eiginkonu sinnar, Blake Lively.
Ryan Reynolds klæðir sig ekki án samþykkis eiginkonu sinnar, Blake Lively. Nordicphotos/getty
Leikarinn Ryan Reynolds kveðst ekki fara út úr húsi án þess að eiginkona hans, leikkonan Blake Lively, leggi blessun sína á klæðnað hans. Þetta sagði Ryan í viðtali við Extra.

„Ég mundi aldrei fara út um dyrnar án þess að fá hennar samþykki,“ sagði leikarinn er hann var staddur á Spáni við frumsýningu kvikmyndarinnar Turbo.

Parið kynntist við tökur á kvikmyndinni Green Lantern árið 2011 og gifti sig þann 9. september í fyrra. Þeim er mjög annt um einkalíf sitt og eru sjaldan mynduð saman á rauða dreglinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.