Lífið

Beðinn um að leika eftir andlátið

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Staðgengill James Gandolfinis skellti á blaðamenn á dögunum þegar þeir buðu honum háa peningaupphæð fyrir að þykjast vera leikarinn sálugi í kistunni.
Staðgengill James Gandolfinis skellti á blaðamenn á dögunum þegar þeir buðu honum háa peningaupphæð fyrir að þykjast vera leikarinn sálugi í kistunni.
Donald Metzger, sem starfaði sem tvífari hins sáluga James Gandolfinis í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum, segir að blaðamenn slúðurtímaritanna ytra hafi hringt margoft í sig í undanfarna daga þar sem honum eru boðnar háar fjárhæðir fyrir það eitt að láta mynda sig sem Gandolfini í líkkistunni á útfarardaginn.

Sopranos-leikarinn lést úr hjartaáfalli hinn 19. júní og fór útförin fram rúmri viku síðar. Slúðurtímaritin keppast nú um að komast yfir síðustu myndina sem tekin var af leikaranum sáluga.

„Jimmy [James Gandolfini] var frábær náungi og andlát hans kom manni í uppnám. Í kjölfar andlátsins, fór ég á fá ógeðsleg símtöl. Einn blaðamaðurinn spurði ef ég myndi vilja láta mynda mig í líkkistu. Ég þvertók fyrir það. Þá hringdi annar maður frá öðru tímariti og spurði ef ég gæti leikið hjartaáfallið eftir. Ég skellti á hann,“ sagði Donald við vefmiðilinn New York Daily News á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×