Tarantino fæðing Sigga Dögg skrifar 4. júlí 2013 08:00 Leið barnsins í heiminn, er að mati Siggu Daggar, aukaatriði. Foreldrahlutverkið er mesta afrekið. Nordicphotos/getty Þegar ég gekk með stelpuna mína þá reyndi ég hvað ég gat til að búa mig undir fæðinguna. Ég svamlaði um í meðgöngusundi og reyndi að opna lótusblómið mitt í jóga. Ég rölti um göturnar raulandi jógamöntrur til þess að róa stressaða píku sem ætlaði aldeilis að anda sig í gegnum þetta allt saman. Það var samt eitt, ég forðaðist hvað ég gat að horfa á fæðingar. Ég hafði þolinmæði fyrir einni fæðingarsögu á viku, en þá var kvótinn líka búinn. Mér var eiginlega alveg sama um allt sem hét „fæðingarsaga“, ég vildi bara vita að barnið væri heilbrigt og kannski lengd og þyngd þess. Ég hef verið svona frá því að ég man eftir mér. Mér hafa aldrei þótt fæðingar heillandi né áhugaverðar þó ég samgleðjist mjög yfir meðgöngu og fæddu barni. Þetta hitt, þessi fæðing, hún mátti bara alveg vera leyndarmál konunnar sem þurfti að rembast. Svona einkamál eins og að fara á klósettið. Ég hélt ég myndi deyja þegar mamma bauð mér að vera viðstödd fæðingu litla bróður míns, svona eins og henni væri eitthvað illa við mig. Þegar ég svo varð ólétt þá sneru spurningar marga vinkvenna minna að þessum ótta mínum: hvernig ætlaði ég að tækla þetta mál? Nú, ég gerði það sem hver skynsöm manneskja gerir, ég drekkti mér í öllum þeim fróðleik sem var í boði, fyrir utan að horfa á sjálfan atburðinn. Það hlyti að vera eins og að standa ofan á hárri byggingu og horfa niður, maður þarf ekkert að auka á óttann (nú fá sálfræðingar í fælni hroll yfir þessari „forðun“ minni). Áfram sveif meðgangan og ég var staðráðin í að þessu skyldi nú ýtt í heiminn enda líkaminn skapaður til þess. Þegar ég svo komst að því að litli Búddinn minn væri sitjandi og fæðing tæplega inni í myndinni þá fannst mér heimurinn hrynja. Mér fannst eins og ég væri að bregðast þessu litla kríli og stórt skarð myndaðist í móðurímyndina. Næstu vikur sneru að því að snúa þessari elsku en allt kom fyrir ekki og ég fékk dagsetningu í keisara. Litla daman var hífð upp úr móðurkviði, ég ryksuguð að innan og saumuð saman. Píkan slapp með skrekkinn; hvorki saumur, bjúgur né rifa. En hún varð svolítið blúsuð. Hún varð útundan og fékk ekki inngöngu í fæðingarsagnaklúbb reyndari mæðra. Þetta var eins og að horfa á spennumynd og missa af eltingarleiknum þegar góði karlinn nær þeim slæma. Það nennir enginn að hlusta á sögu þar sem góði karlinn rekst óvart á þann slæma og öll dýrin í skóginum verða vinir. Það verður að vera smá Tarantino í þessu með blóði og tilheyrandi. Svo fékk ég annað tækifæri til að skrifa mína eigin sögu, með tilheyrandi hasar, og vitiði hvað? Píkan er bara ekkert hressari, hún hoppar ekki hæð sína af kæti. Mér þykir mesta afrekið enn vera það að ala upp barn og vera foreldri, en leið barnsins í heiminn er, að mínu mati, aukaatriði. Sigga Dögg Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
Þegar ég gekk með stelpuna mína þá reyndi ég hvað ég gat til að búa mig undir fæðinguna. Ég svamlaði um í meðgöngusundi og reyndi að opna lótusblómið mitt í jóga. Ég rölti um göturnar raulandi jógamöntrur til þess að róa stressaða píku sem ætlaði aldeilis að anda sig í gegnum þetta allt saman. Það var samt eitt, ég forðaðist hvað ég gat að horfa á fæðingar. Ég hafði þolinmæði fyrir einni fæðingarsögu á viku, en þá var kvótinn líka búinn. Mér var eiginlega alveg sama um allt sem hét „fæðingarsaga“, ég vildi bara vita að barnið væri heilbrigt og kannski lengd og þyngd þess. Ég hef verið svona frá því að ég man eftir mér. Mér hafa aldrei þótt fæðingar heillandi né áhugaverðar þó ég samgleðjist mjög yfir meðgöngu og fæddu barni. Þetta hitt, þessi fæðing, hún mátti bara alveg vera leyndarmál konunnar sem þurfti að rembast. Svona einkamál eins og að fara á klósettið. Ég hélt ég myndi deyja þegar mamma bauð mér að vera viðstödd fæðingu litla bróður míns, svona eins og henni væri eitthvað illa við mig. Þegar ég svo varð ólétt þá sneru spurningar marga vinkvenna minna að þessum ótta mínum: hvernig ætlaði ég að tækla þetta mál? Nú, ég gerði það sem hver skynsöm manneskja gerir, ég drekkti mér í öllum þeim fróðleik sem var í boði, fyrir utan að horfa á sjálfan atburðinn. Það hlyti að vera eins og að standa ofan á hárri byggingu og horfa niður, maður þarf ekkert að auka á óttann (nú fá sálfræðingar í fælni hroll yfir þessari „forðun“ minni). Áfram sveif meðgangan og ég var staðráðin í að þessu skyldi nú ýtt í heiminn enda líkaminn skapaður til þess. Þegar ég svo komst að því að litli Búddinn minn væri sitjandi og fæðing tæplega inni í myndinni þá fannst mér heimurinn hrynja. Mér fannst eins og ég væri að bregðast þessu litla kríli og stórt skarð myndaðist í móðurímyndina. Næstu vikur sneru að því að snúa þessari elsku en allt kom fyrir ekki og ég fékk dagsetningu í keisara. Litla daman var hífð upp úr móðurkviði, ég ryksuguð að innan og saumuð saman. Píkan slapp með skrekkinn; hvorki saumur, bjúgur né rifa. En hún varð svolítið blúsuð. Hún varð útundan og fékk ekki inngöngu í fæðingarsagnaklúbb reyndari mæðra. Þetta var eins og að horfa á spennumynd og missa af eltingarleiknum þegar góði karlinn nær þeim slæma. Það nennir enginn að hlusta á sögu þar sem góði karlinn rekst óvart á þann slæma og öll dýrin í skóginum verða vinir. Það verður að vera smá Tarantino í þessu með blóði og tilheyrandi. Svo fékk ég annað tækifæri til að skrifa mína eigin sögu, með tilheyrandi hasar, og vitiði hvað? Píkan er bara ekkert hressari, hún hoppar ekki hæð sína af kæti. Mér þykir mesta afrekið enn vera það að ala upp barn og vera foreldri, en leið barnsins í heiminn er, að mínu mati, aukaatriði.
Sigga Dögg Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira