„Ég er alltaf klár ef Aron [Kristjánsson, landsliðsþjálfari] hringir, en að sama skapi geri ég mér fyllilega grein fyrir því við eigum toppklassa línumenn og ég labba ekkert inn í þetta landslið,“ segir Einar Ingi Hrafnsson.
„Markmiðið er auðvitað alltaf að vera í landsliðinu en maður er í raun ekkert að hugsa mikið um slíkt núna, maður er ekkert að yngjast. Þegar ég var að fara fyrst út í atvinnumennsku þá hugsaði maður fyrst og fremst um að komast í landsliðið en ég er að verða þrítugur og núna er hugsunin frekar orðin á þá leið að maður verður klár ef kallið kemur.“
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik hefur verið að dala að undanförnu og virðist ekki vera í sama gæðaflokki nú og fyrir tveimur árum þegar liðið komst upp úr riðlinum á heimsmeistaramótinu í Brasilíu.
„Ef ég myndi vita ástæðuna fyrir slöku gengi þá værum við búnar að finna lausnir,“ segir Þórey Rósa Stefánsdóttir.
„Ég held að þetta sé nokkuð algengt þegar lið fara á svona mikilli hraðleið upp og ná svona góðum árangri að það komi smávegis lægð. Við í liðinu höfum rætt þetta mikið og sjáum í raun enga ástæðu fyrir þessu gengi núna upp á síðkastið. Núna eru aftur á móti margar stelpur á leiðinni út í atvinnumennsku og ef mér skjátlast ekki þá verðum við í kringum fimmtán sem höfum það að atvinnu að spila handbolta á næsta tímabili og það mun skila sér í landsliðið. Það er metnaður fyrir því að ná liðinu aftur á þann stall sem við vorum á fyrir tveimur árum.“
Kvennalandsliðið er í lægð
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn



Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



