Sækja til sjávar með nýja barnafatalínu Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 18. júlí 2013 13:15 Útgerðin er glænýtt hönnunarfyrirtæki sem sent hefur frá sér barnafatalínu. Línan kemur í verslanir á næstu dögum. mynd/útgerðin Útgerðin er glænýtt hönnunarfyrirtæki sem sent hefur frá sér sína fyrstu barnafatalínu. Fyrirtækið er til húsa við Reykjavíkurhöfn og er innblásturinn sóttur til sjávarútvegs og sögu hans. „Við hjá Útgerðinni erum heilluð af sjónum. Samspil manns og sjávar er stór hluti af hinni íslensku arfleifð og er það leiðarstefið í hönnun okkar,“ segir Kristín Ýr Pétursdóttir, hönnuður hjá Útgerðinni, splunkunýju hönnunarfyrirtæki sem er til húsa við Reykjavíkurhöfn. Fyrsta vörulína Útgerðarinnar, Iceland Ocean Fisheries, er væntanleg í verslanir á næstu dögum en það er barnafatalína með skírskotun í íslenskan sjávarútveg og sögu hans. „Útgerðin er í húsi Sjávarklasans við Reykjavíkurhöfn og því má segja að innblásturinn sé hér allt í kringum okkur á þessum skemmtilega stað, þar sem ein aðalatvinnugrein Íslendinga á sér djúpar rætur,“ segir Kristín Ýr.Kristín Ýr Pétursdóttir, hönnuður hjá Útgerðinni.mynd/útgerðin„Við berum mikla virðingu fyrir umhverfinu og sýnum það með því að hanna vandaða vöru sem er framleidd á hagstæðan og umhverfisvænan hátt. Vörumerkið okkar, Iceland Ocean Fisheries sækjum við til Iceland Fisheries sem var bresk-íslensk útgerð, stofnuð í Vestmannaeyjum rétt um aldamótin 1900. Með þessari vísun erum við að tengja okkur sögunni og sýna henni virðingu,“ útskýrir Kristín. Fyrstu línuna vann Útgerðin í samvinnu við Halldóru Vífilsdóttur arkitekt. Línan samanstendur af barnaskyrtum, bolum og klútum fyrir börn á aldrinum 4-14 ára. „Vinnufatnaður íslenskra sjómanna var innblástur okkar við hönnunina. Hann varð að vera vandaður og endingargóður og við notum hinn sterk- appelsínugula lit sem svo margir tengja við sjávarútveg og sjómenn klæddust í öryggisskyni til varnar hinum óblíðu náttúruöflum. Þetta er fatnaður fyrir flotta krakka sem láta ekkert stoppa sig, síst af öllu veðrið,“ segir Kristín. Barnafatnaður Iceland Ocean Fisheries verður til sölu í sérvöldum verslunum en nánar má forvitnast um Iceland Ocean Fisheries á Facebook. Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Útgerðin er glænýtt hönnunarfyrirtæki sem sent hefur frá sér sína fyrstu barnafatalínu. Fyrirtækið er til húsa við Reykjavíkurhöfn og er innblásturinn sóttur til sjávarútvegs og sögu hans. „Við hjá Útgerðinni erum heilluð af sjónum. Samspil manns og sjávar er stór hluti af hinni íslensku arfleifð og er það leiðarstefið í hönnun okkar,“ segir Kristín Ýr Pétursdóttir, hönnuður hjá Útgerðinni, splunkunýju hönnunarfyrirtæki sem er til húsa við Reykjavíkurhöfn. Fyrsta vörulína Útgerðarinnar, Iceland Ocean Fisheries, er væntanleg í verslanir á næstu dögum en það er barnafatalína með skírskotun í íslenskan sjávarútveg og sögu hans. „Útgerðin er í húsi Sjávarklasans við Reykjavíkurhöfn og því má segja að innblásturinn sé hér allt í kringum okkur á þessum skemmtilega stað, þar sem ein aðalatvinnugrein Íslendinga á sér djúpar rætur,“ segir Kristín Ýr.Kristín Ýr Pétursdóttir, hönnuður hjá Útgerðinni.mynd/útgerðin„Við berum mikla virðingu fyrir umhverfinu og sýnum það með því að hanna vandaða vöru sem er framleidd á hagstæðan og umhverfisvænan hátt. Vörumerkið okkar, Iceland Ocean Fisheries sækjum við til Iceland Fisheries sem var bresk-íslensk útgerð, stofnuð í Vestmannaeyjum rétt um aldamótin 1900. Með þessari vísun erum við að tengja okkur sögunni og sýna henni virðingu,“ útskýrir Kristín. Fyrstu línuna vann Útgerðin í samvinnu við Halldóru Vífilsdóttur arkitekt. Línan samanstendur af barnaskyrtum, bolum og klútum fyrir börn á aldrinum 4-14 ára. „Vinnufatnaður íslenskra sjómanna var innblástur okkar við hönnunina. Hann varð að vera vandaður og endingargóður og við notum hinn sterk- appelsínugula lit sem svo margir tengja við sjávarútveg og sjómenn klæddust í öryggisskyni til varnar hinum óblíðu náttúruöflum. Þetta er fatnaður fyrir flotta krakka sem láta ekkert stoppa sig, síst af öllu veðrið,“ segir Kristín. Barnafatnaður Iceland Ocean Fisheries verður til sölu í sérvöldum verslunum en nánar má forvitnast um Iceland Ocean Fisheries á Facebook.
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira