Hungur. Angur. Reiði. Afleiðingar. Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 11. júlí 2013 06:00 Eitt þætti mér gaman að vita. Hversu stórt hlutfall ofbeldisverka eru framin á fastandi maga? Án þess að gera lítið úr alvarleika málsins þá grunar mig að þrátt fyrir marga aðra augljósa áhættuþætti gerenda, eins og vímuefnanotkun og persónuleikabrenglanir, þá séu ofbeldismenn oftast svangir og pirraðir þegar þeir láta til skarar skríða. Það þarf ekki vísindi til staðfestingar á því hversu mikil áhrif hungur hefur á geðslag fólks. Það tekur nokkrar vikur að deyja úr hungri en bara nokkrar mínútur að missa stjórn á skapi sínu hafi maður ekki neytt matar. Ég tek það skýrt fram að hungur er ekki afsökun fyrir rangri hegðun en það getur samt verið áhrifavaldur. Hungur er undarlegt fyrirbæri. Ef maður hefur ekki borðað í nokkra klukkutíma er maður síður en svo í heilsufarslegri hættu. Samt sendir líkaminn boð sem heilinn túlkar á versta veg. Lundarfarið vanstillist. Maður finnur fyrir pirringi og vanmætti, jafnvel ofsóknaræði, og allt virðist vonlaust. Einföld verkefni verða óyfirstíganleg og næmnin fyrir fínleika í samskiptum hverfur. Orð breytast í kurr, kurr breytist í garg og brátt fer sá svangi að berja í borð og annað sem fyrir verður. Lokatilfinning hungursins er svo reiðin. Svangur maður er reiður maður. Ég fullyrði þetta án þess að hika enda eru orðin keimlík. Hungur er skylt angri sem enskumælandi nota fyrir reiði sbr. „angry“, angrið er svo náskylt því að vera svangur. Það er ekki tilviljun að þessi orð bæði hálf- og heilríma. Hungrað fólk er hættulegt. Ekki bara vegna ofbeldisverka. Hungrað fólk tekur vondar ákvarðanir. Svangur maður í matvörubúð kaupir bara kex, flögur og sósur. Sesar treysti ekki Cassíusi því hann leit út fyrir að vera svangur. Kannski eru allar hörmungar heimsins hungri að kenna. Kannski var Ghengis Khan gjarn á að fá blóðsykurfall. Milljónir manna í valnum. Tvær heimsálfur í uppnámi. Svangur maður á hesti alveg snarvitlaus. Kannski eru „hungrið“ og „hrunið“ líka af sömu rót. Kannski var Bjarni Ármannsson hungurmorða að hugsa um maraþonhlaup allan daginn og tók þess vegna hörmulegar ákvarðanir. Kannski. Að lokum. Áður en þið dæmið þessi skrif fáránleg og heimskuleg: fáið ykkur djúsglas og tvö harðsoðin egg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Eitt þætti mér gaman að vita. Hversu stórt hlutfall ofbeldisverka eru framin á fastandi maga? Án þess að gera lítið úr alvarleika málsins þá grunar mig að þrátt fyrir marga aðra augljósa áhættuþætti gerenda, eins og vímuefnanotkun og persónuleikabrenglanir, þá séu ofbeldismenn oftast svangir og pirraðir þegar þeir láta til skarar skríða. Það þarf ekki vísindi til staðfestingar á því hversu mikil áhrif hungur hefur á geðslag fólks. Það tekur nokkrar vikur að deyja úr hungri en bara nokkrar mínútur að missa stjórn á skapi sínu hafi maður ekki neytt matar. Ég tek það skýrt fram að hungur er ekki afsökun fyrir rangri hegðun en það getur samt verið áhrifavaldur. Hungur er undarlegt fyrirbæri. Ef maður hefur ekki borðað í nokkra klukkutíma er maður síður en svo í heilsufarslegri hættu. Samt sendir líkaminn boð sem heilinn túlkar á versta veg. Lundarfarið vanstillist. Maður finnur fyrir pirringi og vanmætti, jafnvel ofsóknaræði, og allt virðist vonlaust. Einföld verkefni verða óyfirstíganleg og næmnin fyrir fínleika í samskiptum hverfur. Orð breytast í kurr, kurr breytist í garg og brátt fer sá svangi að berja í borð og annað sem fyrir verður. Lokatilfinning hungursins er svo reiðin. Svangur maður er reiður maður. Ég fullyrði þetta án þess að hika enda eru orðin keimlík. Hungur er skylt angri sem enskumælandi nota fyrir reiði sbr. „angry“, angrið er svo náskylt því að vera svangur. Það er ekki tilviljun að þessi orð bæði hálf- og heilríma. Hungrað fólk er hættulegt. Ekki bara vegna ofbeldisverka. Hungrað fólk tekur vondar ákvarðanir. Svangur maður í matvörubúð kaupir bara kex, flögur og sósur. Sesar treysti ekki Cassíusi því hann leit út fyrir að vera svangur. Kannski eru allar hörmungar heimsins hungri að kenna. Kannski var Ghengis Khan gjarn á að fá blóðsykurfall. Milljónir manna í valnum. Tvær heimsálfur í uppnámi. Svangur maður á hesti alveg snarvitlaus. Kannski eru „hungrið“ og „hrunið“ líka af sömu rót. Kannski var Bjarni Ármannsson hungurmorða að hugsa um maraþonhlaup allan daginn og tók þess vegna hörmulegar ákvarðanir. Kannski. Að lokum. Áður en þið dæmið þessi skrif fáránleg og heimskuleg: fáið ykkur djúsglas og tvö harðsoðin egg.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun