Það kemur annað Nasa Pawel Bartoszek skrifar 12. júlí 2013 06:00 Einu sinni var til eitthvað sem hét Nýja bíó. Svo hætti það að vera bíó. En fólk talaði áfram um að hitt og þetta væri við hliðina á Nýja bíói. Þá var ég nýfluttur til landsins, og trúið mér, þetta ruglaði mig óstjórnlega. Svo brann þetta Nýja bíó sem ekki var bíó. Síðan var það endurreist, hækkað og málað rautt. Nýja Nýja bíó er veitingastaður. Ekki djammstaður. Ég mun þurfa að venjast því. Hið gamla Nýja bíó hét Nýja bíó til aðgreiningar frá öðru bíói sem hét Gamla bíó. Gamla bíó var raunar heldur ekki lengur bíó þegar ég flutti til landsins. Þá var það ópera. En nú er óperan flutt í Hörpu. Harpa kostar Reykjavíkurborg hálfan milljarð á ári í rekstur. Ríkið borgar annað eins og ríflega það. Kannski er erfitt fyrir aðra staði að keppa við það. En lausnin er varla að kaupa upp og niðurgreiða öll opin rými sem leggja upp laupana héðan í frá. Eflaust fannst einhverjum leiðinlegt þegar óperan flutti. Eins fannst eflaust mörgum leiðinlegt þegar Gamla bíó og Nýja bíó hættu að vera bíó. Þar áður hætti örugglega eitthvað enn annað að vera það sem það var áður og einhverjum þótti það eflaust líka leiðinlegt. Það er leiðinlegt þegar einhverjum finnst eitthvað leiðinlegt. En sumir hlutir gleymast samt hratt. Kannski voru þeir ekki það ómissandi til að byrja með. Eitt sinn vissi ég til dæmis ekki að það væri tónleikasalur við Austurvöll.Geimöld á enda Skemmtistaðurinn Nasa var starfandi í um áratug. Á þeim tíma héldu menn fullt af böllum og tónleikum og ég hef eflaust þambað bjór á nokkrum þeirra. Gott mál. En skemmtistaðir í Reykjavík verða kannski sjaldan mjög langlífir. Hvað hefur maður ekki heyrt oft á sinni djammævi að brotthvarf hins eða þessa staðar “skilji eftir skarð“ í skemmtana- og tónlistarlífi Reykjavíkur? Ég get nefnt Sirkus, Gaukinn og Organ og marga aðra staði sem enginn man eftir lengur. Því nýir árgangar djammara rúlla inn á Laugaveg ár hvert, minnislausir um fortíðina. Og ófyllanlegu skörðin fyllast. Reykvískir skattgreiðendur hafa sett heilmikið fé í það að hindra að menningarstaðir sem standa ekki lengur undir sér haldi áfram í einhverri mynd. Nefna má Bíó Paradís og Tjarnarbíó sem dæmi. Hvort tveggja eru athyglisverð verkefni. En við getum ekki keypt upp Nasa núna, og svo Faktórý, og svo Rósenberg, Dönsku krána eða Café Haíti ef þessi staðir kjósa einhvern tímann að hætta. Vissulega hafa margir þeirra gert margt fyrir tónlistarlífið. En þróunin verður að fá að eiga sér stað.Betri með breytingunum Austurvöllur virkar. Sérstaklega þegar veðrið er gott. Einhvern tímann byrjaði Café París að raða út stólum í góðu veðri. Fleiri staðir fylgdu í kjölfarið. Síðan fóru menn að loka Pósthússtrætinu á sumrin til að enn fleiri gætu gert þetta. Það væri ákjósanlegast fyrir mannlífið á svona torgi ef veitingastaðir næðu einfaldlega allan hringinn. Ein hlið torgsins geymir raunar kirkju og þinghús svo það er kannski ekki auðsótt að breyta þeim í írskan bar og steikhús. En hvað með vesturhlið Austurvallar? Þar eru í dag bílastæði og gluggar á skrifstofuhúsnæði. Það bókstaflega öskrar á að láta breyta sér í eitthvað betra. Og svo lengi sem jarðhæðin nýtist í veitingar, verslun eða þjónustu þá er mér sama þótt einhverjir túristar búi fyrir ofan. Er Hótel Borg of stutt frá þinghúsinu? Væri betra ef jarðhæðin á Hótel Borg væri skrifstofuhúsnæði? Væri betra ef jarðhæðin á húsinu við hliðina á væri nýtt undir tónleika, seint á kvöldin einu sinni í mánuði, en ekki veitingastað? Ég efast um það. Þegar á hólminn er komið þá snýst þetta um það hvort breytingarnar á Austurvelli geri þennan skika borgarinnar betri. Flest bendir til þess. Það verður byggt yfir bílastæði. Það verður opnað fyrir þjónustu á jarðhæð. Borðum mun fjölga á Austurvelli á sólríkum dögum. Vissulega mun Nasa hætta. En í heilbrigðu viðskiptaumhverfi eiga slík “ófyllanleg skörð“ að fyllast hratt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun
Einu sinni var til eitthvað sem hét Nýja bíó. Svo hætti það að vera bíó. En fólk talaði áfram um að hitt og þetta væri við hliðina á Nýja bíói. Þá var ég nýfluttur til landsins, og trúið mér, þetta ruglaði mig óstjórnlega. Svo brann þetta Nýja bíó sem ekki var bíó. Síðan var það endurreist, hækkað og málað rautt. Nýja Nýja bíó er veitingastaður. Ekki djammstaður. Ég mun þurfa að venjast því. Hið gamla Nýja bíó hét Nýja bíó til aðgreiningar frá öðru bíói sem hét Gamla bíó. Gamla bíó var raunar heldur ekki lengur bíó þegar ég flutti til landsins. Þá var það ópera. En nú er óperan flutt í Hörpu. Harpa kostar Reykjavíkurborg hálfan milljarð á ári í rekstur. Ríkið borgar annað eins og ríflega það. Kannski er erfitt fyrir aðra staði að keppa við það. En lausnin er varla að kaupa upp og niðurgreiða öll opin rými sem leggja upp laupana héðan í frá. Eflaust fannst einhverjum leiðinlegt þegar óperan flutti. Eins fannst eflaust mörgum leiðinlegt þegar Gamla bíó og Nýja bíó hættu að vera bíó. Þar áður hætti örugglega eitthvað enn annað að vera það sem það var áður og einhverjum þótti það eflaust líka leiðinlegt. Það er leiðinlegt þegar einhverjum finnst eitthvað leiðinlegt. En sumir hlutir gleymast samt hratt. Kannski voru þeir ekki það ómissandi til að byrja með. Eitt sinn vissi ég til dæmis ekki að það væri tónleikasalur við Austurvöll.Geimöld á enda Skemmtistaðurinn Nasa var starfandi í um áratug. Á þeim tíma héldu menn fullt af böllum og tónleikum og ég hef eflaust þambað bjór á nokkrum þeirra. Gott mál. En skemmtistaðir í Reykjavík verða kannski sjaldan mjög langlífir. Hvað hefur maður ekki heyrt oft á sinni djammævi að brotthvarf hins eða þessa staðar “skilji eftir skarð“ í skemmtana- og tónlistarlífi Reykjavíkur? Ég get nefnt Sirkus, Gaukinn og Organ og marga aðra staði sem enginn man eftir lengur. Því nýir árgangar djammara rúlla inn á Laugaveg ár hvert, minnislausir um fortíðina. Og ófyllanlegu skörðin fyllast. Reykvískir skattgreiðendur hafa sett heilmikið fé í það að hindra að menningarstaðir sem standa ekki lengur undir sér haldi áfram í einhverri mynd. Nefna má Bíó Paradís og Tjarnarbíó sem dæmi. Hvort tveggja eru athyglisverð verkefni. En við getum ekki keypt upp Nasa núna, og svo Faktórý, og svo Rósenberg, Dönsku krána eða Café Haíti ef þessi staðir kjósa einhvern tímann að hætta. Vissulega hafa margir þeirra gert margt fyrir tónlistarlífið. En þróunin verður að fá að eiga sér stað.Betri með breytingunum Austurvöllur virkar. Sérstaklega þegar veðrið er gott. Einhvern tímann byrjaði Café París að raða út stólum í góðu veðri. Fleiri staðir fylgdu í kjölfarið. Síðan fóru menn að loka Pósthússtrætinu á sumrin til að enn fleiri gætu gert þetta. Það væri ákjósanlegast fyrir mannlífið á svona torgi ef veitingastaðir næðu einfaldlega allan hringinn. Ein hlið torgsins geymir raunar kirkju og þinghús svo það er kannski ekki auðsótt að breyta þeim í írskan bar og steikhús. En hvað með vesturhlið Austurvallar? Þar eru í dag bílastæði og gluggar á skrifstofuhúsnæði. Það bókstaflega öskrar á að láta breyta sér í eitthvað betra. Og svo lengi sem jarðhæðin nýtist í veitingar, verslun eða þjónustu þá er mér sama þótt einhverjir túristar búi fyrir ofan. Er Hótel Borg of stutt frá þinghúsinu? Væri betra ef jarðhæðin á Hótel Borg væri skrifstofuhúsnæði? Væri betra ef jarðhæðin á húsinu við hliðina á væri nýtt undir tónleika, seint á kvöldin einu sinni í mánuði, en ekki veitingastað? Ég efast um það. Þegar á hólminn er komið þá snýst þetta um það hvort breytingarnar á Austurvelli geri þennan skika borgarinnar betri. Flest bendir til þess. Það verður byggt yfir bílastæði. Það verður opnað fyrir þjónustu á jarðhæð. Borðum mun fjölga á Austurvelli á sólríkum dögum. Vissulega mun Nasa hætta. En í heilbrigðu viðskiptaumhverfi eiga slík “ófyllanleg skörð“ að fyllast hratt.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun