Lífið

Setti á laggirnar bloggsíðuna „Kæra vinkona“ til að deila ráðum og reynslu af meðgöngu og uppeldi

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Þórhildur Magnúsdóttir heldur úti bloggsíðunni Kæra vinkona þar sem hún deilir eigin reynslu af móðurhlutverkinu.
Þórhildur Magnúsdóttir heldur úti bloggsíðunni Kæra vinkona þar sem hún deilir eigin reynslu af móðurhlutverkinu.
„Ég var með þeim fyrstu í mínum vinahópi til að eignast barn. Vinkonur mínar hafa sagt við mig að þegar þær eignast barn ætli þær að spyrja mig um allt þannig að mig langaði til að skrifa þetta allt niður á meðan það var mér í fersku minni,“ segir Þórhildur Magnúsdóttir, sem heldur úti bloggsíðunni „Kæra vinkona“.



Á síðunni bloggar Þórhildur um eigin reynslu af meðgöngu og umönnun ungabarns en sonur hennar, Esjar Kári, er í dag eins árs gamall.



„Ég byrjaði að skrifa þegar Esjar Kári var níu mánaða. Ég fann að það var svo margt sem ég vildi koma frá mér og til að halda utan um þetta allt saman ákvað ég bara stofna svona blogg. Þegar ég hugsaði lengra áttaði ég mig á því að mér myndi eflaust aldrei finnast vera nóg komið af bréfum. Esjar er alltaf að þroskast og ný verkefni koma upp og ég mun örugglega endalaust hafa ný ráð til að gefa.“



Að sögn Þórhildar eru allir boðnir og búnir að veita nýbökuðum mæðrum ráð og oft getur reynst erfitt að finna hvað hentar hverjum og einum best.

„Ég er bara að deila minni upplifun og skrifa um það sem hefur reynst mér best en einnig set ég inn fræðigreinar og bloggpistla um áhugaverð efni sem tengjast börnum og uppeldi. Þetta er svona síða sem ég hefði sjálf viljað hafa aðgang að.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.