Lífið

Glee-stjarna lifði tvöföldu lífi

Lea Michele syrgir kærasta sinn, Cory Monteith, sem lést á laugardaginn.
Lea Michele syrgir kærasta sinn, Cory Monteith, sem lést á laugardaginn. getty/nordicphotos
Leikarinn Cory Monteith, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum Glee, fannst látinn á hótelherbergi sínu í Vancouver á laugardaginn. Cory, sem var 31 árs, hafði barist við fíkniefnadjöfulinn frá unglingsaldri en var talinn vera á beinu brautinni.

Það virðist þó sem leikarinn hafi lifað tvöföldu lífi. Vefsíðan TMZ segir frá því að meðleikarar Cory í Glee hafi barist við að halda leikaranum frá áfengi og hörðum efnum á meðan á tökum stóð með góðum árangri, en um leið og hann hélt heim til Vancouver hafi vímuefnaneyslan tekið við. Kærasta leikarans og meðleikkona úr Glee, Lea Michele, er harmi slegin eftir andlátið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.