Perluvinkonur reka verslun í hjarta Nørrebro Sara McMahon skrifar 18. júlí 2013 07:00 Vinkonurnar Anna Sóley Viðarsdóttir og Eva Dögg Rúnarsdóttir reka verslunina og vinnustofuna Ampersand. Mynd/Hallur Karlsson „Hugmyndin að Ampersand í núverandi mynd, það er að segja sem vinnustofa og verslun, varð til sumarið 2011 þegar við fengum skyndilega tækifærið til að opna búð í uppáhaldsgötunni okkar, Jægersborggade í Nørrebro. Því gátum við einfaldlega ekki hafnað og hentum okkur bara út í djúpu laugina. Þetta er þó sé kannski ein versta myndlíking sem hægt er að taka þar sem við tvær stóðum lafhræddar á hæsta stökkpallinum í hverfislauginni og þorðum ekki að stökkva út í,“ segja vinkonurnar Eva Dögg Rúnarsdóttir og Anna Sóley Viðarsdóttir. Þær reka verslunina Ampersand í Kaupmannahöfn sem selur allt sem stúlkurnar elska, nota og langar í. Líkt og áður hefur komið fram stendur Ampersand við Jægersborggade í hjarta Nørrebro og lýsa þær stöllur götunni sem lifandi og síbreytilegri. „Hér er allt að finna. Að minnsta kosti allt sem við þurfum,“ segja þær. Aðspurðar segja þær viðtökurnar hafa verið frábærar og leggur fjöldi Íslendinga leið sína í verslunina þegar þeir heimsækja borgina. „Við erum alltaf voða upp með okkur þegar Íslendingar koma í heimsókn. Við fáum mikið af forvitnum Dönum sem kíkja á skrýtnu, íslensku stelpurnar og svo erum við komnar með efnilegan hóp fastakúnna,“ segir Eva Dögg. Fleiri Íslendingar hafa opnað verslanir í Kaupmannahöfn á undanförnum árum og liggur beinast við að spyrja hvort mikil eftirspurn sé eftir íslenskum vörum þar í borg? „Ég veit ekki hvort eftirspurnin eftir íslenskum vörum sé endilega svo mikil, en Dönum þykja þær spennandi og áhugaverðar. Við erum aðeins með örfá og vel valin íslensk merki hjá okkur,“ segir Anna Sóley. Þegar þær eru að lokum spurðar út í framtíðaráform sín segjast þær huga að heimsyfirráðum. „Heimsyfirráð Ampersand! Nei, okkar áform eru einna helst þau að þróa hugtakið Ampersand og finna okkar farveg. Okkar fókus liggur að miklu leyti í að koma okkar eigin hönnun og framleiðslu á laggirnar.“ Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Hugmyndin að Ampersand í núverandi mynd, það er að segja sem vinnustofa og verslun, varð til sumarið 2011 þegar við fengum skyndilega tækifærið til að opna búð í uppáhaldsgötunni okkar, Jægersborggade í Nørrebro. Því gátum við einfaldlega ekki hafnað og hentum okkur bara út í djúpu laugina. Þetta er þó sé kannski ein versta myndlíking sem hægt er að taka þar sem við tvær stóðum lafhræddar á hæsta stökkpallinum í hverfislauginni og þorðum ekki að stökkva út í,“ segja vinkonurnar Eva Dögg Rúnarsdóttir og Anna Sóley Viðarsdóttir. Þær reka verslunina Ampersand í Kaupmannahöfn sem selur allt sem stúlkurnar elska, nota og langar í. Líkt og áður hefur komið fram stendur Ampersand við Jægersborggade í hjarta Nørrebro og lýsa þær stöllur götunni sem lifandi og síbreytilegri. „Hér er allt að finna. Að minnsta kosti allt sem við þurfum,“ segja þær. Aðspurðar segja þær viðtökurnar hafa verið frábærar og leggur fjöldi Íslendinga leið sína í verslunina þegar þeir heimsækja borgina. „Við erum alltaf voða upp með okkur þegar Íslendingar koma í heimsókn. Við fáum mikið af forvitnum Dönum sem kíkja á skrýtnu, íslensku stelpurnar og svo erum við komnar með efnilegan hóp fastakúnna,“ segir Eva Dögg. Fleiri Íslendingar hafa opnað verslanir í Kaupmannahöfn á undanförnum árum og liggur beinast við að spyrja hvort mikil eftirspurn sé eftir íslenskum vörum þar í borg? „Ég veit ekki hvort eftirspurnin eftir íslenskum vörum sé endilega svo mikil, en Dönum þykja þær spennandi og áhugaverðar. Við erum aðeins með örfá og vel valin íslensk merki hjá okkur,“ segir Anna Sóley. Þegar þær eru að lokum spurðar út í framtíðaráform sín segjast þær huga að heimsyfirráðum. „Heimsyfirráð Ampersand! Nei, okkar áform eru einna helst þau að þróa hugtakið Ampersand og finna okkar farveg. Okkar fókus liggur að miklu leyti í að koma okkar eigin hönnun og framleiðslu á laggirnar.“
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira